Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 15
Davíð skáld á Kroppi Sigrandi fórstu héSan burt af heimi. Hugljúfans prúSa minning geymist lengi. LeiSsögnin þín i lífsins ófugstreymi Ijós var og þýS og bœrSi hjartans strengi. Hann andaðist á sjúkra- húsi Akureyrar 27. febrúar 1951 eftir stutta legu. Davíð er kunnur lesendum Kirkju- ritsins af einkar fögrum sálmi: Lít upp til himins sorgum þjáða sál, er prent- aður er í 11. árg. Kirkjurits- ins, bls. 130. Síðasta haustið, er hann lifði, orti hann minningar- ljóð um æskuvin sinn, sem ofanritað erindi er tekið úr, og mætti það eins vel vera ort um hann sjálfan, því að honum var það Ijóst, að sá sigrar, sem kann þau góðu tök að snerta hina viðkvæmustu og göfugustu strengi í hjörtum meðbræðra sinna. Davíð Jónsson er fyrir margra hluta sakir merkilegur 1Tlaður bæði að gáfnafari og mannkostum. Hann var fædd- Ur að Litla-Hamri í Eyjafirði 12. sept. 1872 og voru for- eldrar hans Jón Davíðsson og Rósa Pálsdóttir hreppstjóra a Tjörnum Steinssonar. Hún var systir Pálma Pálssonar DavíS Jónsson.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.