Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 21
Þróun íslenzkrar kirkjutónlistar. I yfirliti þessu, sem hér fer á eftir, verður aðaláherzlan lögð a hinar kirkjusögulegu staðreyndir. Ef til vill kemur það einnig að meira gagni, þar eð viðfangsefnið hefir ekki áður verið tekið «1 meðferðar með tilliti til þeirra staðreynda, sem nú eru fyrir hendi. Þær krefjast skýringar, og verður reynt að setja þær fram. Saga íslenzkrar kirkjutónlistar má segja að byrji með kristni- t°ku árið 1000. Til málamynda má svo skipta tímabilinu frá annu 1000 til vorra daga í 6 tímabil, sem eru vissulega eigi °h skýrt aðgreind. Fyrsta tímabilið tekur yfir árin 1000 til um 1350, annað um 1350 til um 1550, þriðja um 1550 til 1589 eða 1594, fjórða frá 1589 eða 1594 til 1801, fimmta frá 1801 til 1840, og sjötta frá 1840 til nútímans. Viðfangsefnið verður svo shýrt lauslega með tilliti til þessarar skiptingar. Fyrsta tímabilið frá 1000 til um 1350 er að mörgu skemmti- legast, og það kann að vera, að nánari athugun á því geti leyst n°kkuð erfið atriði í kirkjusögu landsins. Um fyrstu árin og áratugina er því miður heldur lítið vitað. ■^mstaka menn sjást svo sem í þoku; vitað er, hvað þeir hétu, en Það er næstum allt og sumt. — Um uppruna sumra þeirra er ehthvað vitað, og nokkra þýðingu hefir það. Um Reginbrecht er ekkert vitað nema nafnið. Þá er Bjarnarður hinn bókvísi Vilráðs- s°n, sem var enskur og hirðbiskup Ólafs helga. Hann dvaldist er á landi í 5 ár (1016—21). Eftir hann kom Norðmaðurinn olur, sem var grafinn í Skálholti fyrstur biskupa. Því næst orn Rúðólfur, sem var af enskum uppruna. Hann var sendur . lnSað af Liviazo, erkibiskupi í Brimum, og dvaldist hér í Bæ 1 19 ár (1030—49). Á eftir varð hann ábóti í Abingdonklaustri nálsegt Oxford og lézt árið 1052. Auk þeirra eru tveir aðrir ^skupar nefndir í heimildum. Annar er Jón írski, sem dvaldist , er 1 fjögur ár; fór því næst til Mecklenburg í Norður-Þýzka- landi og var þar drepinn 1066. Hinn er Hinrik, sem dvaldist hér

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.