Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 23
ÞRÓUN ÍSL. KIRKJUTÓNLISTAR 69 Með því að taka þessi dæmi, sjást annars vegar áhrifin frá Norður-Þýzkalandi, hins vegar sterk og langvinn áhrif frá Eng- landi og þá einnig frá Norður-Frakklandi vegna valdatöku Nor- manna í Englandi árið 1066. Þessi ensku áhrif hafa haft meiri þýðingu fyrir íslenzka menningu en margur hefir gert sér Ijóst, þar sem utanríkis- verzlunin átti sér að miklum hluta stað þar. Fyrir þann erlenda gjaldeyri, sem menn öfluðu sér þar, hafa verið keyptar nauð- synlegar bækur, eða a. m. k. má ætla svo. Þar að auki er enn einn aðili á 12. öld, sem hefir margvísleg ahrif, en það eru klaustrin. Því miður er þekking vor á sögu hlaustranna mjög ófullkomin. Fyrsta klaustrið á Islandi, Bene- hiktsklaustrið að Þingeyrum, var vígt árið 1133, þótt Jón helgi hefði stofnað til þess allmiklu fyrr með f járframlögum. Móður- hlaustrið er eigi þekkt, og á það almennt við um íslenzku hlaustrin. Fyrstu norsku klaustrin voru stofnuð frá Englandi líkt leyti. Ef til vill væri það leyfilegt að álykta hliðstætt um íslenzku klaustrin. Sé tilgáta þessi nánar prófuð, þá kemur t. d. í Ijós Davíðs- saltari með latneskan og fornfranskan texta, sem hægt er að ^ykta um, að sé frá síðara hluta 12. aldar (AM. 618, 4to). ,.ess shal þó getið, að hann gæti verið kominn til landsins all- ongu seinna. Það má einnig benda á 2 brot úr guðspjallabókum a norrænu, sem sýna ensk-frönsk áhrif í textavali sínu. í Rím- eglu er ýmislegt, sem virðist aðeins hægt að skýra með tilliti tri menningarsambands við England-Frakkland. Kemur þar • h. fram þekking á arabiskum heitum, sem virðist aðeins hægt skýra frá því sjónarmiði, að á 12. öld voru Austurlanda- r»ðingar eingöngu til á Englandi og á Spáni. hetta hefir verið helzt til langur inngangur að því skjali, sem er verður fyrst drepið á. í Landsbókasafninu er allmikið safn s mnbókabrota, ennfremur í þjóðskjala- og þjóðminjasöfnun- Urn' Hafa þau verið lítt könnuð og notuð. Allmikill hluti þeirra ®nu nótnabrot. Ennfremur eru og brot, sem enn eru í bandi , . a í þessum söfnum. I Landsbókasafninu eru 2 elztu skinn- °karbrot, sem fundizt hafa í söfnum, af íslenzkum uppruna. ■^nnað þeirra er brot úr „antephonale“, blað, sem notað hefir ^erið 1 bókband og er því ekki eins vel varðveitt og æskilegt e öi verið. Á því er brot af söngnum á Jóns messu skírara, en

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.