Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 30
76 KIRKJURITIÐ graphica Islandica. Útgáfan er hættuleg í notkun, þar sem blöð þau, sem vantar í eintakið, hafa ekki verið sett auð í eftir- prentuninni. En í perg. 4to, nr. 13 meðal íslenzkra handrita í Stokkhólmi er allur textinn varðveittur í góðu, samtíða eftir- riti á skinni. Þá kemur í ljós, að Faðir vor og Innsetningarorðin á skírdag eru rituð með stóru línubili, sem gæti gefið til kynna, að nótumar hafi verið prentaðar. Helgisiðir þessa dags fylgja að miklu leyti Altarisbókinni dönsku frá árinu 1556. Nokkur munur er samt finnanlegur. Til að mynda er blessunin ekki sú arónítíska, Num. 6, en falleg og innileg þýðing á hinni eldri biskupsblessun: Benedicat vos. Sbr. En Ny Psalmebog, Khöfn 1553, fol. 121a. Guðspjallabókin var gefin út í annarri útgáfu af Guðbrandi Þorlákssyni árið 1581. Af þeirri útgáfu er nú eingöngu eitt eintak varðveitt, og geymt í háskólasafninu í Uppsölum. Ein- tak þetta hefir ekki verið auðið að skoða. En líklega er hand- rit frá árinu 1596 og geymt í Landsbókasafni afrit þessarar út- gáfu. í handritinu eru nótnastrik milli lína Faðirvors og Inn- setningarorðanna, en lögin eru ekki sett með nótum. Þegar þau koma fram í fyrsta sinni í hinum prentaða grallara árið 1594, eru þau hin sömu og í dönsku Altarisbókinni árið 1556. Textarannsókn guðspjallabókar Ólafs sýnir m. a., að önnur útgáfa sálmabókar Hans Tavsens 1553 hefir verið þekkt á Hól- um, auk annarra forrita. Eitt þeirra hefir verið kaþólskt missale, líklega Missale Nidrosiense, en eigi hefir tekizt að fá léðar eftirmyndir af Missale og Breviarium Nidrosiense. Auk þess er vitnað til hinnar glötuðu sálmabókar Ólafs frá árinu 1562, þannig að nú er full vissa fengin fyrir því, að hún hefir í raun og veru verið til, en um það hefir stundum verið efazt. Auk þess má af upphöfum álykta, að hún hafi að ein- hverju leyti verið samin upp úr sálmabók Hans Tavsens. Það hefði verið skemmtilegt, hefði verið hægt að sanna, að prentverkið litla á Breiðabólsstað hefði getað skilað nótnaprenti, en líkurnar eru miklar. í hinu mikla og merkilega verki séra Bjarna Þorsteinssonar: íslenzk þjóðlög, er vitnað til fleiri handrita, en hér verða nefnd, en í mörgu er aldursákvörðun þeirra áfátt. Það var ekki villa séra Bjarna heldur ráðunauta hans, sem hefðu átt að vita betur. Séu perg. 8vo nr. 10 a og b, Stokkhólmi, skoðuð, kemur í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.