Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 37
SAMTÍNINGUR 83 °g þess vegna góð varzla fyrir nýgræðinginn, og ekkert fegrar kirkjugarðinn meira en vel hirtar og skipulega settar trjá- raðir umhverfis hann og um hann. Samvinna þessara tveggja aðila — skógræktarinnar og kirkjugarðsstjórnarinnar á hverj- Urn stað — er því bæði æskileg og nauðsynleg. ★ Eitt af því, sem setur hvað mestan svip á kirkjugarðinn, er hliðið — sáluhliðið. Það þarf að vera úr traustu og varanlegu eíni, málað og vel hirt að öðru leyti. Til gamans og fróðleiks birtist hér mynd af einu sáluhliði. Það er á kirkjugarðinum á Prestsbakka á Síðu, sem nýlega hefir verið girtur og stækk- ^ður. Hliðstólparnir eru steinsteyptir, ferkantaðir, um 40 cm. a kant, húðaðir með kvarzi og silfurbergi, en krossarnir lagðir hrafntinnu. ★ I Prestafélagsritinu VII. árg. 1925 er grein um kirkjugarða, eftir Magnús Jónsson prófessor. Er hún reist á mörgum skýrsl- Urn um kirkjugarða, sem hann hafði safnað frá prestum. í utgerð þessari eru 3 uppdrættir af sáluhliði eftir Guðjón Samúelsson húsameistara. ★ Um kirkjugarðana skal svo ekki f jölyrt frekar að sinni, nema þetta: Vanhirtur kirkjugarður er hverju byggðarlagi til skamm- ar- Vei hirtur og prýddur kirkjugarður er sókninni til sóma. ★ . »Eg er vísindamaður og háskólakennari í lífefnafræði. En e£ er sannfærður um, að hvorki vísindin né háskólarnir geta hjargað heiminum. Alheimurinn og mannlífið eru óskýrð undur. En ég trúi því staðfastlega, að eina svarið sé að finna í óend- anlegum kærleika og óendanlegum vísdómi — með öðrum orð- um: ég er sannfærður um að Kristur gefur hið eina rétta svar.“ (James Boyd Allison). ★ Það eru fleiri höfuðborgir heldur en Reykjavík, sem fara vaxandi, og það ört. En það gengur erfiðlega að fá prestunum

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.