Kirkjuritið - 01.02.1954, Page 40

Kirkjuritið - 01.02.1954, Page 40
Bréí frá séra Jónmundi til biskups. Stað, 1. febrúar 1954. Kæru vinir mínir. Ég félli ekki í stafi, þótt þið létuð á ykkur skiljast, að eitthvað væri líkt með þessum bréfaskriftavaðli mínum og skrifað stendur í Hávamálum: „Ölr ek varð, varð ofrölvi at ins fróða Fjalars; því er ölðr bazt, at aptr of heimtir hverr sitt geð gumi.“ Og sendibréfa-ölviman renni af gamla Jónmundi á Stað, enda er þetta allt að renna út i botn, eða jafnvel sandinn. Ég varð fyrir ánægjulegri ádrykkju af þér í þínu síð- asta fulli, þ. e. elskulegu bréfi, þeirri, að ég yrði hér áfram prestur á meðan heilsan entist. Hanníbal hefir spáð því, að ég yrði 100 ára, en Ragnar læknir o. fl. láta mig ganga með nitroglyserin í glasi og taka inn pillu og pillu, eins og neftóbak, svo að hjarta-mótorinn geti haldið áfram að sprengja og spýta blóði út á Homstrandirnar í skrokk mínum. Vitaskuld messa ég oftar en sumir prófastar, þótt ótrúlegt megi þykja í fámenninu, en þar er samt ekki um auðugan garð að gresja, og allra sízt fyrirferðarmikið það, sem borið er fram úr góðum sjóði hjartans, svo eymdarskrokkslegt sem það er orðið: Ferðalög fá og smá, samt barnsskírnir og hjónavigsla um jólin síðustu og heiðar- og Jökulfjarðaferðir. Fagnaði ég því og tel góðs vita, svona í vertíðarlokin.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.