Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 41
BRÉF FRÁ SÉRA JÓNMUNDI 87 En nú er fátt slíkt hér í uppsiglingu og, ef satt skal segja, útlit fyrir hreinasta atvinnuleysi fyrir prestinn, sér- staklega háaldraðan og heilsulítinn prest. Tel ég sóknar- börnum mínum alls engan vinning að hafa mig hér lengur, enda spurning um, hvort þeim hefir nokkru sinni verið það. En það er nú ekki mitt um það að dæma, og komið sem komið er í því efni. Þá eru heimilisástæður mínar að öðru leyti slíkar, að því tafli er ekki teflandi lengur, enda alla tíð illa teflt og óviturlega, og nú orðinn algerlega skák og mát. Liggur það m. a. í því, að ég er búinn að missa drottninguna, elsku- lega eiginkonu, og hin drottningin, elskuleg dóttir mín, í bráðri skákhættu og hverfur héðan í næstu fardögum. Hefir hún unnið hér alveg einstætt og göfugt fórnarstarf °g er bæði orðin þreytt og mjög heilsubiluð. Vissulega þakka ég þér fyrir elskusemi þína og góðvild í minn garð — eins og blessuðum forvera þínum, séra Sigurgeir biskupi. En það er alveg tómt mál að gera ráð fyrir slíku — enda þótt ég kvíði fyrir að fara héðan og sakni margs. Ég treysti mér ekki til að reisa nýtt tafl, enda vantar alla taflmenn og þeir með öllu ófáanlegir. En taflborðið hér má heita sæmilegt fyrir ungan og ötulan prest — helzt samhent prestshjón, og skal ég nú gefa þér nokkra hug- mynd um það: I. Þetta er sports- og stórbýlis-prestakáll. Meira að Segja enn þann dag í dag, og ef til vill aldrei ánægjulegra °g útlitsfegurra. Á staðnum hafa verið allt að 30 heimilis- tastir menn. Séra Kjartan lá í skammdeginu úti undir Lónanúp og skaut tófur. Og hinum margfróða skrifstofu- stjóra þínum eru allra manna bezt kunn öll þau ítök, sem fylgdu Staðnum, og fylgja ber, að ógleymdum eir-seymd- hm teinæringi, sexmannafari og reyndar vildisprestakalli Skálholtsbiskupa til forna, — með 12 uppbúnum rúmum fyrir kirkjugesti af Ströndum og aðra höfðingja. Silungsá svo kostulegri fram á vora daga, að jafnvel Jóni „almátt-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.