Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 44
90 KIRKJURITIÐ framtaksviðfangsefni endast hér um fjölda ára. Hér þarf, eins og annars staðar á landi voru, áhugasama íslenzka bændapresta, en ekki sérstaklega hámenntaða vísindamenn í guðfræði og heimsborgara. Gott að þetta gæti farið saman. Og ég held, að prestastéttin eigi að byrja á þessu landnámi og sveitamenningar endurreisn. Ágætt að kristna og betrumbæta Consó. En okkar sveitaprestaköll, með svanahljómi og silungsá og í stuttu máli gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðs ríkis braut, eru fyrst og fremst okkar Consó, fslendinga. Eitt ber að gera og annað ekki ógert láta. Ég er að hugsa um það stundum, vinur minn, að ég hefði, ásamt söfnuði mínum, átt að senda ykkur heilla- skeyti í tilefni af biskupskosningunni. Og þetta kemur vísast. Og einn af vinum mínum óskaði mér til hamingju með biskupskjörið. Rétt eins og biskup sé sérstaklega biskup Páls, Appólós eða Kefasar — en ekki Krists — allrar Krists kirkju, hvernig sem til kjörsins er stofnað og hvernig sem úrslit verða, — og hver sem biskup verður. Þessa skilnings gætir og mjög í prestakallaskipuninni, eða prestakallaumsóknum og kosningum. Fjöldi presta, eldri og yngri, líta svo á, að þeirra sé himnaríki kaup- staðaprestakalla, — þeim beri tignin að vera mestir í fjölbýlisprestaköllum. Og það er ágætt, þegar ungir og gamlir ágætisprestar komast í slík embætti. En hvað um Makedóníumanninn í dreifbýlisprestaköllunum? Sé til þess stofnað og svo fram haldið af þegnskaparskyldum guð- fræðikandídötum, sem kirkja og þjóð hefir alið við brjóst sér til mennta og menningar og þroska, að enginn þeirra þykist fullsæmdur af dreifbýlisprestaköllum, og þar sé enginn jarðvegur fyrir manndáð, blessun, farsæld og hug- sjónir kirkju Jesú Krists — engin ástæða til að láta fólkið í eyðimörkinni setjast niður i grænt grasið og útdeila því brauði lífsins, og hirða leifarnar af þeirri menningu og því þjóðlega og sérkennilega athafnalífi, sem þar hefir verið lifað í 1000 ár, varðveita það og auðga, — hvar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.