Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 47
BRÉF FRÁ SÉRA JÓNMUNDI 93 Eitt sinn sat sóknarnefnd Staðarprestakalls í Aðalvík á rökstólum, sem oftar, um þessi viðfangsefni. Fundurinn var í barnaskólahúsi hreppsins. Þetta er hátimbrað hús, á borð við höll Oddysseifs, og smíðað af listasmið, Birni H. Jónssyni, skólastjóra á Isafirði. En engu líklegra, að þess bíði sömu örlög eða svipuð og Friðþjófur kveður: „Minn bær er tekinn, en brúður misst, á braut ég rekinn er lands úr vist; nú Ægi stríða ég auðnu fel; þú, æfi blíða, far vel, far vel.“ Þarna var fjöldi barna við nám og starf og sumt af þeim nú í framhaldsnámi í menntaskólum landsins, tápmikið, siðferðisgott og stórgáfað námsfólk. Það var í þessum skóla, sem sóknarnefndin réði ráðum sínum, en kona kennarans, sem sjálf er kennari, heyrði umræðurnar og samdi fundargerðina, svohljóðandi, stílaða til kirkjustjórn- annnar: „Sendið strax, með pomp og prjál, prest hingað í nýrri flík, með lítið nef og litla sál — þá líkar þeim í Aðalvík." Á æskuárum mínum var ég smali á myndarheimili í Prestakalli föður þíns. Eitt sunnudagssíðdegi, í sumarblíðu °g sveitasælu, átti hann þangað erindi að skíra barn, að aflokinni fjölmennri guðsþjónustu og höfðinglegum veit- tagum í Reykholti. Gatan heim að bænum, um túnið, var þröng og blaut, enda greri þar aldrei gras. Hestur föður þíns, föngulegur fjörgapi, listavakur, var ófús að fara troðning þennan og rann eitthvað utan við götuslóðann, um gróinn jaðarinn. Sá ég, að föður þínum var þetta óljúft °g sömuleiðis bónda, sem hafði einhver orð um þetta. ®'aðir þinn svaraði þessu einkar ástúðlega og viturlega:

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.