Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 5

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 5
Dr. theol. Ásmundur Guðmundsson var vígður biskupsvígslu 1 dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 20. júní síðastliðinn. Vígsluna framkvæmdi dr. theol. Bjarni Jónsson, vígslubiskup Skálholtsstiftis, með aðstoð séra Friðriks Rafnars, vígslubiskups Hólastiftis, er jafnframt var vígsluvottur. Aðrir vígsluvottar v°ru prófastar úr hinum landsfjórðungunum: Séra Jón Auðuns dómprófastur úr Sunnlendingafjórðungi, séra Þorsteinn Jó- hannesson prófastur í Vatnsfirði úr Vestfirðingafjórðungi og séra Jakob Einarsson á Hofi úr Austfirðingafjórðungi. Vígslu lýsti dr. theol. Magnús Jónsson og var hann einnig vígsluvottur. k>r. theol. Friðrik Friðriksson las bæn í kórdyrum. Allir þessir satu í kór, og auk þeirra tveir fulltrúar erlendra kirkjufélaga, ^r- Carl E. Lund-Quist, framkvæmdastjóri Lúterska heims- sambandsins, og dr. Haraldur Sigmar, fulltrúi og fyrrverandi forseti Hins evangelisk-lúterska kirkjufélags íslendinga í Vest- drheimi. Viðstaddir vígsluna voru forseti Islands og frú hans, ríkis- stjórnin, fulltrúar erlendra ríkja og æðstu stofnana hér á landi, °S yfir hundrað prófastar og prestar í embættum og fyrrver- andi. Athöfnin hófst kl. 10 fyrir hádegi. Söfnuðust klerkar saman 1 anddyri Alþingishússins. Rétt fyrir kl. 10 gekk forseti íslands asamt frú sinni til kirkju, en kl. 10 gengu klerkar allir í skrúð- S°ngu í kirkjuna. Fóru fyrir þeir fjórir, er þjóna skyldu við athöfnina, þá prófastar, þá prestar, þá vígsluvottar fjórir, þá erlendir fulltrúar, þá biskupssveinar, tveir ungir prestar, og loks vígsluþegi og vígslubiskupar. Gengu þeir allir, er þjóna skyldu, til skrúðhúss, en aðrir tóku sér sæti í kirkjunni framan

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.