Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 6
292 KIRKJURITIÐ kórdyra. Lék organistinn, dr. Páll ísólfsson, á orgelið á meðan skrúðgangan fór fram. Guðsþjónustan hófst með því, að þeir séra Óskar J. Þor- láksson og prófessor Björn Magnússon gengu skrýddir frá skrúðhúsi fyrir altari, en dr. Friðrik Friðriksson las bæn í kórdyrum. Þá var sunginn sálmurinn Þann signaða dag (nr. 526) og tónuð kollekta dagsins. Síðan var sunginn sálmurinn Ó, syng þínum Drottni (nr. 572), og gengu þá prestar frá altari til skrúðhúss, en dr. Magnús Jónsson sté í prédikunarstól og lýsti vígslu, fór með orð helgisiðabókar, er hljóða um þessa athöfn og las æfisögu vígsluþega, samda af honum sjálfum, eins og fyrir er mælt. Er vígslulýsingarræðan birt hér, svo og æfisagan. Vígslulýsing: Biskiipsrióniur kirkjunnar. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Frá öndverðu hefir kirkju Krists á jörðunni verið stjórnað af biskupum. Fræðimenn getur greint á um það, hvernig þessu biskupsstarfi hafi verið háttað á hverjum stað og hverjum tíma. En þessi staðreynd sjálf er ótvíræð. Nærtækustu og ótvíræðustu sannanirnar fyrir þessu eru í sjálfu Nýja testamentinu. í fyrra Tímóteusarbréfi og Títusar- bréfi eru hin alkunnu ummæli um það, hvernig biskup eigi að vera, þær kröfur, sem gera verði til væntanlegs biskups- í fyrra Tímóteusarbréfi er og sagt, að sækist einhver eftir biskupsstarfi, þá girnist hann fagurt hlutverk. í bréfi sínu til Filippímanna ávarpar Páll postuli söfnuðinn „ásamt biskupum og djáknum". Og heilagleiki og tign þessa starfs kemur skýrt fram í ræðu Páls postula til safnaðaröldunganna frá Efesus, sem frá er sagt í Postulasögunni. Hann segir þar: „Hafið gát á sjálfum yður og allri hjörðinni, þar sem Heilagur andi setti yður biskupa, til þess að gæta safnaðar Guðs, sem hann hefir aflað sér með sínu eigin blóði.“ En þó kemur heilagleiki þessa starfs hvergi betur fram en í fyrra Pétursbréfi, þar sem Frels- arinn sjálfur er nefndur biskup sálnanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.