Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 8

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 8
294 KIRKJURITIÐ hug orð Hebreabréfsins um guðsmenn gamla sáttmálans og trú þeirra. Þar segir svo í niðurlagi: „Aðrir voru pyndaðir og þáðu ekki lausnina, til þess að þeir öðluðust betri upprisu. Aðrir urðu að sæta háðsyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi. Þeir voru grýttir, þeir voru sagaðir sund- ur, þeirra var freistað, þeir biðu bana fyrir sverði. Þeir ráfuðu í gærum og geitskinnum, alls vana, aðþrengdir og illa haldnir. Og ekki átti heimurinn slíka menn skilið.“ Já, þetta var þá, á löngu liðnum tímum. Nei, vinir, þetta er enn. Enn vaða uppi hin illu öfl. Enn geisar Heródías og heimtar höfuð Jóhannesar skírara á fati. Enn, á vorum dög- um, hafa þúsundir kirkjunnar manna verið fangelsaðir, píndir og deyddir bæði í austri og vestri og suðri. Enn fer Andkrist- urinn um jörðina og beitir öllu sínu fláræði, ýmist fagur álitum eða grimmlegur, ýmist í gervi vinar eða fjandmanns, ýmist í mynd Satans eða í ljóssins engils mynd. Enn kveður við tælandi röddin frá nánd skilningstrésins, eins og í Eden forð- um: „Sannarlega munuð þið ekki deyja, heldur verða Guði lík að þekkingu." Enn, og aldrei meir en nú, fer mállaus andi í syni og dætur mannanna og þaggar niður lofgerðina til Guðs og bænimar og þakkargjörðina og vitnisburðinn. Enn, og aldrei meir en nú, hrópar lýðurinn og heimtar að tilbiðja gullkálfinn, því að þeir viti ekki, hvað af Móse þeim er orðið. En hér er þó allt öruggt, segja menn, hér hjá oss, engar ofsóknir, engar hömlur á guðsdýrkun. Já, ég vænti þá líka, að vér kunnum að meta það og notfæra oss það. Hér er hús, sópað og prýtt. En munum þá líka, hvað Jesús sagði um hið sópaða og prýdda hús. Er hér hjá oss hinn góði andi, eða illur andi með sjö anda sér verri, sem hefir fundið hið sópaða og prýdda hús? Hér er vissulega Guðs góði andi með þjóð vorri. En verðum þó ekki andvaralaus. Athugum vort sópaða og prýdda hús. Hvar er hinn kristni söfnuður í voru kristna landi? Hvert fara hundruðin og þúsundirnar á helgidögum og stórhátíðum? Fylla þær hið sópaða og prýdda hús með lofsöng? Fylla þær kirkjurnar? Ég las grein um góða veðrið og dásamlega vorblíð- una á hátíð heilags anda nú fyrir skemmstu. Nú væri tækifærið til þess að fara í skemmtiferðir í austur og vestur, á landi og sjó og í lofti. Og nú væru samkomur í norðri og suðri. Og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.