Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 10

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 10
296 KIRKJURITIÐ mundsdóttir frá Odda. 1 skjóli þeirra átti ég björt og auðug bernskuár. Móðir mín lézt eftir langa og þunga vanheilsu 17. marz 1902. Hún var trúkona, gáfuð og hjartahrein. Föður míns fékk ég lengur notið, og mun hann hafa haft mest áhrif á mig allra manna. Hann fræddi mig um margt, og ég dáðist að glæsilegum gáfum hans. Hann var prestur með þeim hætti, að ég hugsaði mér vart aðra stöðu en prestsstöðuna. Hann andaðist 1. júní 1922. Hann kenndi mér fyrstur undir menntaskólann, og svo Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup. Dvaldist ég alls 4 skólaár á heimili hans, og var hann mér ástríkur og nær- gætinn líkt og góður faðir. Vorið 1908 varð ég stúdent og sigldi samsumars til Kaupmannahafnar og hóf þar guðfræðinám við háskólann. Næsta vor lauk ég prófi í forspjallsvísindum og hebresku. Haustið 1909 settist ég í Prestaskólann í Reykjavík. Var það að ráði föður míns, enda var ég ekki heilsuhraustur þau ár. Voru þau að ýmsu erfiðustu ár æfi minnar. 1 júnímánuði 1912 lauk ég embættisprófi við guðfræðideild Háskóla íslands, sem þá var komin í stað Prestaskólans. Var ég þannig einn af fyrstu kandidötunum frá Háskól- anum. Um þessar mundir barst mér köllun til þess að gerast prestur tveggja safnaða Islendinga í Saskatchevvanfylki í Canada. Tók ég kölluninni þegar, en fór þó óvígður vest- ur. Þjónaði ég þannig þessum söfnuðum og tveimur öðrum í tvö ár, og sat í Wynyard. Einnig þjónaði ég nokkrar vikur söfnuðum Islendinga í Albertafylki. Ég eignaðist vestra ýmsa góðkunningja og vini og hitti þar fyrir svo djúpa og heita ættjarðarást, að aldrei gleymist. Að loknum þessum árum hugðist ég að stunda guð- fræðinám við þýzka háskóla. En þá skall á heimsstyrj- öldin mikla, svo að ég hélt heim til Islands. Veturinn 1914—1915 dvaldist ég í Reykjavík. Um vorið 1915 gerðist ég aðstoðarprestur séra Sigurð-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.