Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 10
296 KIRKJURITIÐ mundsdóttir frá Odda. 1 skjóli þeirra átti ég björt og auðug bernskuár. Móðir mín lézt eftir langa og þunga vanheilsu 17. marz 1902. Hún var trúkona, gáfuð og hjartahrein. Föður míns fékk ég lengur notið, og mun hann hafa haft mest áhrif á mig allra manna. Hann fræddi mig um margt, og ég dáðist að glæsilegum gáfum hans. Hann var prestur með þeim hætti, að ég hugsaði mér vart aðra stöðu en prestsstöðuna. Hann andaðist 1. júní 1922. Hann kenndi mér fyrstur undir menntaskólann, og svo Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup. Dvaldist ég alls 4 skólaár á heimili hans, og var hann mér ástríkur og nær- gætinn líkt og góður faðir. Vorið 1908 varð ég stúdent og sigldi samsumars til Kaupmannahafnar og hóf þar guðfræðinám við háskólann. Næsta vor lauk ég prófi í forspjallsvísindum og hebresku. Haustið 1909 settist ég í Prestaskólann í Reykjavík. Var það að ráði föður míns, enda var ég ekki heilsuhraustur þau ár. Voru þau að ýmsu erfiðustu ár æfi minnar. 1 júnímánuði 1912 lauk ég embættisprófi við guðfræðideild Háskóla íslands, sem þá var komin í stað Prestaskólans. Var ég þannig einn af fyrstu kandidötunum frá Háskól- anum. Um þessar mundir barst mér köllun til þess að gerast prestur tveggja safnaða Islendinga í Saskatchevvanfylki í Canada. Tók ég kölluninni þegar, en fór þó óvígður vest- ur. Þjónaði ég þannig þessum söfnuðum og tveimur öðrum í tvö ár, og sat í Wynyard. Einnig þjónaði ég nokkrar vikur söfnuðum Islendinga í Albertafylki. Ég eignaðist vestra ýmsa góðkunningja og vini og hitti þar fyrir svo djúpa og heita ættjarðarást, að aldrei gleymist. Að loknum þessum árum hugðist ég að stunda guð- fræðinám við þýzka háskóla. En þá skall á heimsstyrj- öldin mikla, svo að ég hélt heim til Islands. Veturinn 1914—1915 dvaldist ég í Reykjavík. Um vorið 1915 gerðist ég aðstoðarprestur séra Sigurð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.