Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 12

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 12
298 KIRKJURITIÐ Björkquist, sem nú er biskup í Stokkhólmsstifti. Þar skip- aði kristindómurinn Öndvegið. Fögur kapella var „hjarta skólans", og fóru þar fram bænir og sálmasöngur kvölds og morgna. Þennan skóla reyndi ég í ýmsu að taka Eiða- skóla til fyrirmyndar. Vorið 1921 luku fyrstu nemendurnir burtfararprófi við skólann. En þrátt fyrir það voru þeir ekki skildir við hann að skiptum, heldur stofnuðu ásamt kennurum sínum og öðrum Eiðamönnum nemendasamband, sem hélt tryggð við skólann. Sambandið var í kristilegum og kirkjulegum anda. Það hélt sumarmót í Eiðahólma á hverju ári og gaf út dálítið kver, fjölritað eða prentað. Mótinu lauk jafnan með guðsþjónustu í Eiðakirkju. Á sumrum ferðaðist ég nokkuð um Austurland og flutti messur og fyrirlestra. Var ég einn þeirra, sem stofnuðu Prestafélag Austurlands, og fyrsti formaður þess. Sumarið 1927 var ég ferðaprestur og fór þá einnig víðar. Skólastjóri var ég í nær því 9 ár, og nokkur þeirra hafði ég jafnframt búskap með höndum. Af nemendum mínum hefi ég haft mikla gleði, er þeir hafa orðið nýt- ustu athafnamenn og ýmsir forystumenn á sínu sviði. Hafa þeir haldið við mig mikilli tryggð. Við lát ógleymanlegs kennara míns, Haralds Níelssonar prófessors, losnaði kennaraembætti við guðfræðideildina. Var mér boðið það frá 1. apríl 1928, og varð ég þá að hverfa fyrirvaralítið frá Eiðum og kveðja nemendur mína og samstarfsmenn. Hafði Guðgeir Jóhannsson kennt með mér öll árin, og get ég ekki hugsað mér ljúfari starfs- bróður. Þegar ég gerðist guðfræðikennari við Háskólann, rætt- ust vonir, sem ég hafði lengi alið í brjósti. Hófst þá sá þáttur æfi minnar, er ég hlýt að telja aðal-lífsstarf mitt og stóð í nær 26 ár. Kennslugreinar mínar hafa verið Gamlatestamentis- fræði, skýring Nýja testamentisins og hin síðari árin

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.