Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 14

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 14
300 KIRKJURITIÐ varð með litlum breytingum að lögum fyrir 2 árum. 1 barnaverndarráði sat ég 1932—1945 og lengi í barna- heimilisnefnd þjóðkirkjunnar. önnur helztu störf mín í þjónustu kirkjunnar hafa verið þau, að ég hefi verið kirkjuráðsmaður frá 1932, í stjórn Prestafélags Islands frá 1929 og formaður frá 1936, rit- stjóri Kirkjuritsins nær 20 ár. í starfi mínu að kirkju- málum naut ég náinnar samvinnu fyrirrennara míns og hjartfólgins vinar, dr. Sigurgeirs Sigurðssonar. Utanfarir mínar eru orðnar mjög margar, til náms, á vegum kirkjunnar eða Háskólans. Vil ég þar einkum til nefna för til Þýzkalands og Italíu 1929, til Landsins helga 1939, til Islendinga í Vesturheimi 1945 og á kirkjuþingið í Lundi 1947, þá er kirkja íslands gekk í Lúterska heims- sambandið. Dr. Magnús Jónsson var samferðamaður minn til Landsins helga, og skrifuðum við bókina Jórsalaför um ferð okkar. Hún varð mér einnig ómetanlegur styrkur við samning bóka minna um Markúsarguðspjall og Æfi Jesú. Við Kennaraskólann hefi ég kennt kristin fræði 1928— 1954. Þar hefi ég einnig notið mikillar góðvildar og vin- semdar bæði samkennara og nemenda. Hefi ég glaðst mjög af því að vita marga nemendur mína verða ágæta kennara, meðal annars í kristnum fræðum. Náið samstarf presta og kennara hefir jafnan verið mér mesta áhuga- mál. Um liðna æfi hefi ég notið mikillar gæfu, og tel ég þá mesta, að Guð gaf mér göfuga konu og góð börn, sem við höfum fengið að halda öllum. Hinn 30. janúar síðastliðinn skipaði forsetinn, herra Ás- geir Ásgeirsson, mig biskup Islands að undangenginni lög- mætri kosningu af hálfu andlegrar stéttar manna. Og hefi ég gegnt því embætti frá 1. febrúar. Ég þakka af alhug hið mikla traust, sem mér hefir verið sýnt, og ógleymanlega ástúð. Hvort tveggja mun verða mér dýrmætt veganesti á komandi tímum, og ég

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.