Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 15

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 15
BISKUPSVÍGSLAN 301 bið Guð um hjálp til þess að bregðast ekki því, sem mér er til trúað, heldur vinna kristni hans og kirkju á Islandi það er ég má. Honum þakka ég allt og legg allt í hans föðurhendur. Ég hugsa til orða Heilagrar Ritningar: Ungir menn þreytast og lýjast, og æskumenn hníga, en þeir, sem vona á Drottin fá nýjan kraft. Drottinn minnist miskunnar sinnar og veri í mér veik- um máttugur. Hans sé dýrðin fyrir Jesú Krist um aldir alda. Að þessu loknu var sungið versið Lofið Guð, ó lýðir göfgið hann (nr. 24), en dr. Magnús Jónsson gekk til skrúðhúss. Hófst þá þegar skrúðganga frá skrúðhúsi til kórs. Gengu fremst biskupssveinarnir tveir eða „famuli“ biskups, þá vígslu- þegi í kórkápu, þá vígslubiskupar í kórkápum og svo aðrir, er þjónuðu við vígsluna, allir í rykkilínum. Hófst svo biskupsvígslan með hinum latneska víxlsöng: Veni sancte spiritus etc. milli vígslubiskups, dr. Bjarna Jónssonar, og dómkirkjukórsins. Að honum loknum flutti vígslubiskup vígsluræðu þá, er hér fer á eftir. Vígslurœ&a vígslubiskups: Byggjum á grundvellinum. Gætið þeirrar hjarðar Guðs, sem meðal yðar er, gegnið umsjónarstarfinu, ekki af nauðung, heldur af fúsu geði, að Guðs vilja. 1. Pét. 5. 2. Þetta er það hlutverk, sem þér er falið. í heilagri ritn- ingu er biskupsstarfið kallað fagurt hlutverk. Til þessa ert þú, kæri bróðir, kallaður. Er hægt að öðlast meiri sæmd en þá, að gæta hjarðar Gfuðs? Þessu fylgir auðmýkt og tign. Sá, sem er af Guði send- ur, hlýtur að finna veikleika sinn. En hér er ekki fyrst

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.