Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 16

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 16
302 KIRKJURITIÐ um þann að ræða, sem sendur er, heldur um hann, sem sendir. 1 því er tignin fólgin, að það er Drottinn, sem sendir. I því er auðmýktin fólgin, að þjónninn segir: Ég er syndugur maður. Þeir voru saman, lærisveinninn og Drottinn. Lærisveinn- inn féll að knjám Jesú og sagði: Far þú frá mér, herra, því að ég er syndugur maður. En Jesús sagði: Vertu óhræddur, héðan í frá skalt þú menn veiða. Þessi Voru orðin, sem í guðspjallinu bárust til mín, er ég vígðist til prestsstarfsins. Ég vil beina þeim til þín í dag. Verum auðmjúkir fyrir Drottni, játum syndir vorar frammi fyrir honum. Þá réttir hann oss hönd sína og segir: Vertu óhræddur. Þannig talar hann í dag til þeirra þjóna, sem finna til vanmáttarins. En þá veitist krafturinn, þegar oss er þetta ljóst: Það er Drottinn, sem sendir oss. Fær nokkuð jafnazt á við það að hlýða boði hans? Er til nokkuð veglegra hlutverk en að vera sendur af honum? Þá erum vér í þjónustu hans, sem hefir lagt hinn traust- asta grundvöll, sem hægt er að byggja á. Það þarf ekki að lagfæra þann grundvöll. * Annan grundvöll getur enginn lagt en þann, sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Þar er sá grundvöllur, sem haggast pAgi. Á slíkum grundvelli rís hin veglegasta bygging, kristin kirkja. Hér þarf engu að breyta. Grundvöllurinn er, eins og hann á að vera. Oss er gefin sú náð, að vér megum vera heimamenn Guðs í þeirri byggingu, er hefir að grundvelli postulana og spámennina, en Krist Jesúm sjálfan að hyrn- ingarsteini (Ef. 2. 20.) f þessu húsi eigum vér að búa, já, vér eigum að taka á móti þessu orði: Látið uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús, til heilags prestafélags, til að frambera and-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.