Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 17

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 17
BISKUPSVÍGSLAN 303 legar fórnir, Guði velþóknanlegar fyrir Jesúm Krist. (1. Pét. 2. 5.) Oss er gefin sú náð að mega teljast til Guðs hjarðar. Það mega allir vita, að þar eigum vér heima. Vér erum í þeirri fylkingu, sem skipar sér undir merki Krists. Alltaf bættist við þá fyikingu. Þjóðir og einstaklingar tóku á móti blessun hins eilífa lífs. Hvílík gjöf og blessun, að hinni íslenzku þjóð var boðið að búa í þeirri byggingu, sem reist er á hinum traustasta grunni. Á hinum fyrsta hvítasunnudegi kirkjunnar heyrðu menn á ýmsum tungum talað um stórmerki Guðs. Hvílík hátíð, er menn á íslenzku heyrðu talað um stór- merki Guðs. Þökkum þær minningar, er geymast í sögu þjóðar vorrar, minningar um þá, sem hafa flutt boðskap frá Drottni, og minningu um þá, sem hafa tekið á móti lífsins orði. Þeir hlustuðu á aðra, en þá fyrst var gleðin eign hjartans, er þeir sögðu: Það er eigi framar fyrir þitt tal, að vér trúum, því að sjálfir höfum vér heyrt og vitum, að Jesús er í sannleika frelsari heimsins. (Jóh. 4. 42.) Þannig heldur kirkja Krists áfram að starfa. Dag hvern skal kallað á menn undir merki Drottins. Það er ekki hægt að hugsa sér meiri gleði en þá, að eignast þá náð að þekkja hinn eina sanna Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist. Þegar menn trúa með hjartanu, þá hljóta menn að játa með munninum. Þess vegna skal játningin og lofgjörðin ávallt hljóma í kirkju vorri. Þó að kynslóðir komi og fari, skal yfir oss hljóma eilífa lagið við pílagrímsins gleðisöng. Á þessu skal ekkert hlé verða. * Vér höfum fengið hlutdeild í hinni dýrustu arfleifð. Postulinn segir: Það, sem þú heyrðir mig tala í margra votta viðurvist, það skalt þú fá í hendur trúum mönnum, sem munu færir um líka að kenna öðrum (2. Tím. 2. 2.) Þannig hefir verið farið að til þessa dags.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.