Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 18
304 KIRKJURITIÐ Nú er þér í dag falið umsjónarstarfið í kristinni kirkju. Ég beini til þín hinu heilaga orði: Styrkzt þú í náðinni, sem fæst fyrir Jesúm Krist. Um leið og þú styrkist í þeirri náð, fær þú hjálp í vandasömu starfi. Þá ná orðin beint til þin: Gæt þeirrar Guðs hjarðar, sem hér er. Ég hugsa oft, og þá einnig í dag, um þessi orð: Hafið gát á sjálfum yður og allri hjörðinni, þar sem heilagur andi setti yður biskupa, til þess að gæta safnaðar Guðs, sem hann hefir aflað sér með sínu eigin blóði. (Post. 20. 28.) Ég beini þessum orðum til þín á þessum vígsludegi. Ták á móti fyrirheitum Drottins og haf svo gát á aUri hjörð- inni. Tak á móti því heilaga starfi að vera sendur til allra prestanna, til allra safnaðanna, til allra, sem eru játendur Jesú Krists. Þú skalt líta eftir þeim öllum. Þú skalt gleðj- ast, hvar sem þú heyrir lofsöng trúarinnar, þú skalt hryggjast, er menn vilja ekki sinna orði Guðs og hans háleitu kröfum. Það er ekki mitt starf að áminna þig á vígsludegi þín- um. En það er sú gjöf, sem oss er gefin, að Guðs orð áminnir oss. Þess vegna bendi ég þér á þau orð, sem styrkja þig í starfinu. Orð vor mannanna hverfa fljótt. En orð Guðs c-r lifandi og kröftugt. Það er lífsnauðsyn að byggja á því orði. * Ég hefi þekkt þig um mörg ár og verið vottur að starfi þínu. Ég hefi svo oft séð þig opna hina heilögu bók, og má því í dag minnast þess, er postulinn segir við vin sinn: Frá blautu barnsbeini þekkir þú heilagar ritningar, sem geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3. 15.) Þess vegna bendi ég þér ekki í dag inn á ókunnar brautir, ég bendi þér inn á haglendi hins lifanda orðs, og bið þess, að þú, elskulegi bróðir, ávallt megir styrkjast af orði Guðs, og ávallt í biskupsstarfi þínu segja: Tala þú, Drottinn, þjónn þinn heyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.