Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 20

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 20
306 KIRKJURITIÐ í landi voru: Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim, er trúir. (Róm. 1. 16.) Þú finnur í hjarta þínu, að þú þarft að eignast kraft- inn og blessunina ofan að. Þaðan öll blessun streymir. Vér biðjum um þessa bless- un. Þegar þú vígist með yfirlagningu handa og bæn, þá lyftum vér bræður þínir höndum vorum. Það skal tákna, að vér viljum taka á móti krafti frá Drottni, og biðjandi leggjum vér hönd vora á höfuð þér, treystandi því, að krafturinn sé þér veittur. Þetta er vort sameiginlega áhugamál. Þannig hefir verið farið að. Sama aðferðin skal höfð í dag. * Þjónamir fara. En Drottinn er hjá oss hinn sami í gær, í dag og að eilífu. Fyrir 15 árum fór fram biskupsvígsla hér í Dómkirkj- unni, er biskupinn Sigurgeir Sigurðsson var vígður til hins helga embættis. Minning biskupsins er geymd í sögu íslenzkrar kirkju. Vér sameinum minningarnar um hinn látna biskup fyrir- bæn fyrir þér, sem nú vígist til hinnar helgu þjónustu. I heilagri ritningu segir: Hinir eru margir, sem prestar urðu, af því að dauðinn meinaði þeim að vera áfram, en Jesús Kristur hefir prestdóm, þar sem ekki verða manna- skipti, af þvi að hann er að eilífu. (Hsbr. 7. 23—24.) Tak á móti blessun frá yfirhirði sálna vorra, frá honum, sem er að eilífu. Þér finnst byrðin þung og ábyrgðin mikil. Seg þá, eins og Ágústínus kirkjufaðir: „Da quod jubes et jube quod vis.“ Gef það, sem þú skipar, og skipaðu eins og þú vilt. Þetta er stund fyrirbænarinnar. Með alls konar bæn og beiðni skuluð þér biðja og vera árvakrir til þess með hinni mestu kostgæfni og beiðni

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.