Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 21

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 21
BISKUPSVlGSLAN 307 fyrír öllum heilögum, og fyrir mér, að mér verði gefin °rð að mæla, þá er ég lýk upp mínum munni, til þess að kunngjöra með djörfung leyndardóm fagnaðarerindis- ins. (Efes. 6. 18—19.) Þannig biðjum vér fyrir þér. * Að síðustu segi ég við þig, kæri bróðir: Nú fel ég þig Guði og orði náðar hans. Það er aðalatriðið, að ég feli þig Guði. Til þess kem ég hingað í dag. Ég fel þig, heimili þitt, ástvini þína Guði. Ég fel biskupsstarfið Guði og orði náðar hans. Ég bið Þess, að þú megir verða „Guðs miskunn alla vega um- kringdur," eins og sagt er um einn hinn göfugasta biskup bjóðar vorrar. Nú fel ég kirkju lands vors Guði og orði náðar hans, nm leið og ég bið þess, að kirkjur annarra landa megi avallt gleðjast í birtunni frá tendruðum Ijósum á altari Guðs. Oss er það gleðiefni, að samfagnaðarkveðjur eru sendar hirkju vorri og að góðir gestir og vinir halda með oss hátíð í dag. Ég veit, að eldur áhuga og dáða logar skært hjá þjóð Vorri, er eflist Jesú Kristí hjörð. Hvílík heill, er þjóð vorri verður „helgast í heim Guðs himneska dýrðar-ríki“. Verði svo heilög athöfn umvafin birtu þessarar lof- Sjörðar: En honum sem eftir þeim krafti, sem í oss verkar, niegnar að gjöra langsamlega fram yfir allt það, sem vér biðjum eða skynjum, honum sé dýrð í söfnuðinum °8 í Kristi Jesú um öll æviskeið, öld eftir öld. Amen. Að þessari ræðu lokinni fór fram sjálf vígsluathöfnin og hófst hún með því að kirkjukórinn söng: O, Sanctus. Risu þá allir úr sætum og stóðu meðan vígslan fór fram. Lásu fyrst Prófastar þeir, sem áður eru nefndir og voru vígsluvottar, fitningarorð, en á milli voru sungin vers úr sálminum Andinn

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.