Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 24

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 24
310 KIRKJURITIÐ „Ríkur hjá Guði“ er markið, sem Jesús setur mann- heimi. Ekki ríkur að eigin dómi. Það er ekki nóg að segja sjálfur líkt og stendur í Opinberunarbókinni: „Ég er ríkur og er orðinn auðugur og þarfnast einskis“ og vita ekki, „að þú ert vesalingur og aumingi og fátækur og blindur og nakinn“. Það, sem mannheimur er fyrir Guði, það er hann i raun og veru, annað ekki. Oft hefir hann líkzt og líkist enn ríka heimskingjanum. Ágirndin hefir ráðið, til fjár og valda, taumlaus barátta verið háð um jarðargæðin. Menn hafa orðið auðugir að löndum og ökrum og korni og hlöðum og lagt undir sig náttúruna og öfl hennar. Tækniframfarir hafa orðið undramiklar og ýmist valdið blessun eða bölvi. Margir hafa orðið ríkir á þessa heims vísu, en meir en helmingui' mannkynsins sveltur enn í dag og helreykur grúfir yfii’ rústum styrjaldarinnar miklu. Þjóðir heims greinast í öndverða flokka, og stríðið kalda, haturs og tortryggni, grefur í milli megindjúp. Lífsskoðunin er efnisbundin, út- sýnin eins og hjá unganum í egginu, sem hefir skurn þess fyrir himin. Mannheimur vill vera ríkur. En vill hann vera ríkur hjá Guði? Skilur hann, að Guð hefir ekki skapað þessa jörð til þess að vera vígvöll dýrslegrar keppni um efnisgæðin, heldur að uppeldisstofnun fyrir heilan heim af manns- sálum? Skurn efnishyggjunnar verður að bresta, upp- gönguaugu sjást, útsýn fást á alla vegu, himins víðar hallir birtast, því að líka fyrir þetta líf eru þeir dánir, sem ekki trúa á annað. Hvernig má þetta verða? Hvernig getur fátækur mannheimur orðið ríkur hjá Guði? Ég er ekki í neinum vafa um svarið. Hjálpin verður að koma frá Jesú Kristi sjálfum. Hann hefir orð eilífs lífs, sem hrífur frá dauða og tortímingu. Og hann hefir trúað kirkju sinni fyrir því orði. Andi hans

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.