Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 25
BISKUPSVÍGSLAN 311 býr í henni. Þannig er kirkjan enn í dag líkami hans hér á jörð. En með orðinu kirkju á ég ekki við embættis- mannastofnun, heldur lifandi samfélag fylgjenda Krists um alla jörð af hvaða þjóð og tungu sem er. Þeir eru nú að vakna til skyldu sinnar og hlutverks að standa saman, hvað sem stjórnmálaskoðunum, kynþáttum og öðru slíku líður. Kirkjudeildirnar taka að nema kall Krists: Allir eiga þeir að vera eitt. Samstarf er hafið, presta, kennara og annarra uppalenda, kristinna manna í hvaða stöðu sem er, að því marki að tryggja heimsfrið með því að innræta öllum bróðurhug: Allt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Samtökin teygja sig einnig hingað norður, já, um allan hnöttinn. í hverju landi Hans orð og andi er alltaf lifandi að semja frið. Þetta samstarf er að vísu þróttminna enn heldur en skyldi og í ýmsu fálmandi tök. En djúp alvara býr að baki, svo að frjóvgaður vísir getur í krafti Krists orðið mikið tré, er breiði lim yfir jörðina. ,,Ég er vínviðurinn,“ sagði hann, ,,þér eruð greinarnar". Það er kirkja Krists, sem fær stöðvað styrjaldir til endimarka jarðar. Það er hún, sem megnar að láta rætast spádómsorðin fornu um bjóðirnar: Þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum og sniðla úr spjótum sínum. Engin þjóð skal sverð reiða gegn annarri þjóð, og ekki skulu þær temja sér hernað framar. £*að er kirkja Krists, sem býr yfir kraftinum til þess að láta æðsta draum mannkynsins verða að veruleika — heimþrána til Guðs, sem er lífsins kjarni. Það er kirkjan, sem getur leitt mannkynið á Guðs vegu. Það er hún, sem fer auðgað mannheim svo, að hann verði ríkur hjá Guði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.