Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 26

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 26
312 KIRKJURITIÐ Til þess verður kirkjan að sameinast, allir, sem eiga Jesú Krist að leiðtoga og frelsara og syni Guðs, — verða heilög píslarvættiskirkja eins og í upphafi, fús til að fórna öllu fyrir ríki friðarins og kærleikans, trú himneskri hug- sjón frumkristninnar: Heimsríkið er orðið Drottins vors og Krists, og hann mun ríkja um aldir alda. * Jesús setur jafnframt hverri þjóð hið sama mark: Ver þú rík hjá Guði. Lifir íslenzka þjóðin eftir því boði? Hún er auðugri nú að jarðneskum eignum en hún hefir nokkru sinni áður verið, stórauðug miðað við fyrri aldir. Verklegar framfarir hennar og afköst eru á síðustu ára- tugum orðin líkari ævintýri en veruleika — meiri en öll fyrri ár hennar frá landnámsöld. Kirkjan fagnar fram- förunum og biður, að þær vaxi stöðugt. Vissulega er þetta mjög mikið gleðiefni, alveg eins og það fyrir sitt leyti, er ríki bóndinn orti mörkina, fékk mikla uppskeru og vildi rífa niður gömlu hlöðurnar og reisa nýjar og miklu stærri undir jarðargróðann. En festir þjóðin eins og hann allan hug sinn við það og hyggur að launum á hóglífi og nautn- ir? Ef svo er — þá er hún nauðulega stödd, heimsk, fátæk hjá Guði, ráfandi á veginum burt frá honum, í skelfilegri hættu: að bíða tjón á sálu sinni. Þetta er ekki sagt til dómsáfellis, heldur til varnaðar og sjálfsprófunar, og til þess að vér gjörum oss það Ijóst, að ekki er síður þörf á því hér en úti um heim, að kirkjan — félag kristinna manna í landinu — sé sameinuð og samtaka til andlegs bjargræðis. Sú eining fæst ekki með þeim hætti, að allir kirkjunnar menn verði sammála í trúarskoðunum. Höfundur tilver- unnar hefir sýnt það, að hann vill sem mesta fjölbreytni og auðlegð bæði í náttúruheiminum og andlegu lífi mann- anna. Engir tveir menn í víðri veröld eru sama hugar um

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.