Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 27

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 27
BISKUPSVÍGSLAN 313 allt og hafa vísast aldrei verið frá öndverðu, ekki heldur í kristnisögunni. Auk þess gildir hér hið sama sem hvar- vetna annars staðar í heiminum, að flóknar Kristfræði og guðfræði kenningar og útlistanir stoða yfirleitt ekki neitt. Þær verða flestum steinar fyrir brauð. Þær skyggja oft á í stað þess að skýra. Til er önnur miklu ágætari leið. Leið einingar að baki ólíkum skoðunum. Leið, sem boðendur kristninnar á fs- landi hafa farið öld af öld og vakið svo þjóðinni kynslóð eftir kynslóð þá trú, er bjargað hefir lífi hennar. Við vígroða Sturlungaaldar, áþján, nauðir, Svarta dauða, elda, ísa, harðrétti, hungur verður þó aldrei svo svart yfir sorgarranni, og eigi geti birt fyrir eilífa trú. Lágreist og fátækleg baðstofa blasir við mér í fann- þaktri skógarhlíð í afskekktum firði um vetrarskammdegi. Inni á einu rúminu situr miðaldra móðir með barnahóp í kringum sig. Hún er að segja þeim sögu. Svipur hennar er mildur og fagur, og umhverfis ríkir heilög kyrrð. Börnin mæna öll á hana leiftrandi augum. Eitt þeirra lýsir þannig síðar þessari stund: Ég man eitt kvöld við þitt móðurkné um myrkt og þegjandi rökkurhlé — þú kunnir sögur að segja: Ég horfði yfir björg og hvítan sand, ég horfði yfir á Zíon og Kanaansland, ég horfði á Guðs hetjuna deyja. Um slíka boðun Krists á íslenzka kirkjan að sameinast, t>ví að kristindómurinn er einfalt mál, eins og Kristur Segir sjálfur: Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarð- ar, að þú hefir hulið þetta fyrir spekingum og hygginda- Tiönnum og opinberað það smælingjum. Og Páll postuli, hálærður guðfræðingur, kvaðst ekkert vita til sáluhjálpar annað en Krist. Einn af prestum vorrar þjóðar hefir sagt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.