Kirkjuritið - 01.07.1954, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.07.1954, Qupperneq 28
314 KIRKJURITIÐ svo frá reynslu sinni á þessari leið: „Þeir höfðu reist í kringum Jesú heila skjaldborg af setningum og kenning- um, sem ég botnaði ekkert í og gat ekki séð í gegnum. En það, sem ég gat ekki, það gerði hann, Drottinn Jesús sjálfur, með sínum heita kærleika og sínu sterka að- dráttarafli. Þó að ég sæi hann ekki nema eins og í þoku og gegnum hjúp, þá sá hann löngun mína. Og hann rauf mannhringinn, braut niður skjaldborgina, kom á móti mér og bauð mér leiðsögn sína. Það var hjálpin.“ Kirkjan verður í orði og verki að kosta kapps um, að Kristur sé sjálfur boðaður, krossfestur og upprisinn, hverju bami þjóðarinnar, ungu og gömlu, eða, eins og Páll postuli komst að orði, „uppmálaður fyrir augum yðar“. Þegar dýrðarmynd hans blasir við augum þjóðarinnar, verður öllu borgið. Þá ná áhrif hans inn á hvert svið þjóðlífsins og gefa einnig annarri auðlegð vorri gildi, ljós og liti og fegurð, eins og morgunljóminn endurspeglast í daggar- perlunum. Því að Kristur er sól hins andlega heims, og það er eðli sólarinnar að skína og ylja, vekja, hressa, lífga; hvarvetna þar sem geislar hennar lýsa, er hún afl- vaki kærleikans, en skuggar úlfúðar og haturs skriða í felur. Vandamál leysast sjálfkrafa, er fram er boðið: Allt mitt er þitt, en ekki heimtað: Allt þitt er mitt. Þá rís Sólareyjan, Thule, að Guðs vilja sem fjallkirkja Norðursins með háreistum ölturum, búnum bláu klæði og fannhvítum dúki, gullstöfuðum, undir björtu himin- hvolfi við sálmaklið fossa og sævar. Þá er þjóð vor rík hjá Guði. * Ver þú ríkur hjá Guði. Sá er boðskapur Krists til þín og mín persónulega. Erum við það? Ég efa, að nokkur af oss muni játa því þegar. Og þess er ekki heldur óskandi. Því að hverja telur Jesús sæla? Fátæka í anda, syrgjendur, þá, sem hungrar og þyrstir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.