Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 29

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 29
BISKUPSVÍGSLAN 315 eftir réttlætinu, með öðrum orðum þá, sem eiga óslökkv- andi þrá til þess að verða ríkir hjá Guði, en finna þó jafn- framt, að þeir eru skammt á veg komnir. Sú þrá, sönn og einlæg, býr yfir þeirri auðlegð, sem leiðir til Guðs. Ríki heimskinginn átti hana ekki. Hann var sjálfum sér nógur. Hann ætlaði að segja við sál sína: Sál mín, þú hefir mikil auðæfi til margra ára, hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð. En sá réð, es ríkr of vas; framm eru feigs götur. Heimskinginn hafði ekki minnstu hugmynd um það, hvernig hag hans var háttað fyrir alskyggnum og almátt- ugum Guði. Og hversu margan skortir innri frið og öryggi: Ég þykist standa á grænni grund. En Guð veit, hvar ég stend. Ver þú ríkur hjá Guði. Glæðum Guðs þrá vora og bænarlíf frammi fyrir dýrðarmynd Jesú Krists, sem oss var þegar í bernsku boðið að koma og sjá. Þannig er auðveldast að trúa með barnslegum hug, hrópa til Guðs af hjarta, eins og spá- maðurinn komst að orði, í stað þess að kveina í rekkjum sínum. Leggjum fram krafta vora óhikað í þjónustu þessa blessaða lífs hér á jörðu, en vitum það þó jafnframt, að það er aðeins upphaf annars æðra. „Veröldin er brú“, sagði Jesús, ,,far þú yfir hana, en reis þér ekki fastan bústað á henni.“ Hann bendir oss með dæmi sínu, hvernig það beri að skilja. Hann eyðir áhyggjum og kvíða, en blæs oss djörfung í brjóst og kallar til lærisveinsfylgdar í verki og sannleika. Vér heyrum rödd Guðs bak við tím- ans þunga nið: Ef þú lætur af þessu vili þínu, mun ég aftur láta þig ganga fram fyrir mig — og ef þú framleiðir aðeins dýr- mæta hluti, en enga lélega, þá skalt þú aftur vera mér aiunnur.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.