Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 32

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 32
318 KIRKJURITIÐ Án hennar megna ég alls ekkert. En ég veit og finn, að hún verður mér styrkur. Starfsbræður mínir hafa valið mig til hinnar ábyrgðarmiklö stöðu, og vilji þeirra er mér köllun frá Guði, sem hjálpar veikum. Traustið, sem mér hefir verið sýnt, gefur mér þrótt. Ástúð þeirra og fjöl- margra annarra hefir lagzt um mig eins og sólskin og fyllt hug minn þakklæti og fögnuði yfir því, hve menn- imir eru góðir. Og aldrei hefi ég fundið þetta betur en í dag. Fegurstu blessunaróskir og fyrirbænir óma fyrir eyrum mér. „Við sláum um þig bænahring,“ hefir verið sagt. Já, gjörið það, vinir mínir, á komandi tímum, og nú á þessari stundu, er ég bið sömu bænar sem við prests- vígslu mína: Til þín hef ég sál mína, Drottinn Guð minn, þér treysti ég, lát mig eigi verða til skammar. Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér, því að þú ert Guð hjálpræðis míns, á þig vona ég liðlangan daginn. Minnst þú miskunnar þinnar, Drottinn, og kærleiks verka, því að þau eru frá eilífð. Minnst eigi æskusynda minna og afbrota, minnst mín eftir elsku þinni sakir gæsku þinnar, Drottinn. * Ríkur hjá Guði. Batnandi heimur, batnandi þjóðir og einstaklingar. Það er markið, sem öllum er sett. Minnumst þess fyrst og síðast, að til þess þurfum vér sjálf að verða betri menn. Tveir menn ræddust við um það, hvernig komið væri högum jarðarbyggja. Annar spurði: „Hvort hyggur þú, að heiminum fari fram eða aftur?“ Hinn svaraði: „Ég ætla engan dóm að kveða upp um

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.