Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 34
320 KIRKJURITIÐ þakkarhug fyrrverandi biskups, herra Sigurgeirs Sigurðssonar, sem féll frá fyrir aldur fram. Hann var til hinztu stundar brennandi í andanum fyrir málefni kirkjunnar og eflingu guðs- kristni í þessu landi, öruggur talsmaður hvers góðs málefnis og allra manna vinsælastur. En lífið nemur ekki staðar. Maður kemur í manns stað. Og í dag gleðjumst vér yfir því, að mikilhæfur maður hefir tekið biskupsdóm á íslandi, margreyndur í störfum í þjónustu kirkj- unnar, kunnur fyrir mikil afskipti sín af fræðslu- og uppeldis- málum, áhugasamur og virkur þátttakandi og forystumaður í ýmsum félags- og mannúðarmálum, innan kirkju og utan, lærð- ur ágæta vel og víðsýnn. Hins nýja biskups bíða mikil og fjölþætt störf sem æðsta valdsmanns þjóðkirkju í^lands, og víðar dyr og verkmiklar munu honum opnast, því að kirkjan er lifandi stofnun og hlýtur samkvæmt eðli sínu að vera öðrum þræði stríðandi kirkja. Hún berst til sigurs hinum hæstu hugsjónum, ekki með báli og brandi, heldur með vopnum kærleika og trúar. Mikill vandi er því biskupi vorum á herðar lagður, en vér þykjumst mega sjá, að þeim vanda sé hann vel vaxinn. Mér er það ljóst, að íslenzka þjóðin á kirkjunni mikla þökk að gjalda að fornu og nýju, enda má með nokkrum rétti segja, að kirkjan hafi í þrengri merkingu verið þjóðin og þjóðin kirkjan. Sá atburður, sem mestur ljómi stafar af í sögu þjóðarinnar, ætla ég að sé kristnitakan á Alþingi árið 1000. Þjóðin skiptist þá í tvo harðsnúna flokka, kristna menn og heiðna. Ekki var þá annað sýnna en þjóðin klofnaði í tvö ríki og borgarastyrjöld brytist út í landinu. Af því varð þó ekki. Speki Þorgeirs Ljós- vetningagoða og manngöfgi Halls af Síðu, mannsins, er mat ávallt mest allt það, er vel var gert, tókst að firra þjóðina vandræðum. Vafalaust hefir kristin trú hvergi verið lögtekin á jafn virðulegan hátt og hér á landi. Hinir vitrustu menn sömdu frið, af því að þeir sáu og viðurkenndu, að kristin- dómurinn var sigrandi afl með þjóðinni. Nokkur ákvæði fornra laga skyldu að vísu haldast. Lengra varð ekki komizt um sinn. En það sýnir víðsýni og stjórnvizku hinna fornu höfðingja og skilning þeirra á mannlegu eðli, að þeir létu það ekki, eins og á stóð, valda friðslitum og hindra sættir, heldur semja um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.