Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 35

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 35
PRESTASTEFNAN 321 að hvorir fengju að halda nokkru. Kristnitakan á Þingvöllum árið 1000 er lýsandi atburður. Eg nefni annað dæmi úr kirkjusögunni, sem ber vitni um mikla víðsýni og gerhygli. Frá því er sagt, að Gissur biskup ísleifsson hafi orðið skörug- lega við ósk Norðlendinga um, að annar biskupsstóll yrði settur í Norðlendingafjórðungi. Hann leit ekki á eiginhagsmuni, held- ur á nauðsyn friðarins og hvað bezt myndi duga kristninni í þessu landi og hvað hentaði stjórnmálalega eins og þá var astatt. Þess er og fagurt að minnast í þessu sambandi, að Illugi prestur stóð upp af föðurleifð sinni og gaf Hólastað til biskupsseturs „fyrir Guðs sakir og heilagrar kirkju“. En fyrr hafði Gissur biskup gefið Skálholti mikil lönd og lausafé og kveðið svo á, að þar skyldi ávallt biskupsstóll vera, meðan Island væri byggt og kristni mætti hér haldast. Upphaf kristninnar í landi hér er glæsilegt, og lærdómsrík er sú saga öll, enda höfðu vitrir menn og göfugir um málin fjallað. Áframhaldið varð að vísu ekki ávallt jafnglæsilegt, enda gerist margt á langri leið — hartnær 1000 ára sögu kristninnar í landi voru. En hitt er víst, að þegar kristin trú tók að festa rætur í hugum þjóðarinnar, varð heiðinn siður að þoka. Með kristin- hórnnum kemur nýr siður, ný menning vex í landinu, byggð á grundvelli hans, nýtt afl gegnsýrir allt þjóðlífið. Og kristin- hómnum er það að þakka, ásamt fornbókmenntum vorum, að Þjóðin gafst ekki upp á öldum fyrr í harðri baráttu fyrir fjöri og frelsi. Kirkjunni hefir að vísu misjafnlega tekizt á ýmsum tímum ah gegna sínu veglega hlutverki. Hafa oft verið uppi mis- tnunandi sjónarmið og harðar deilur geisað. í lýðræðis þjóð- félagi tel ég slíkt eðlilegt og sízt um að sakast og jafnvel geti sfundum gott af því leitt. En hitt er víst, að mikla blessun hefir kirkja og kristni veitt þjóðinni og verið menningarvaki °2 framfara. Og marga merka og mikilhæfa menn hefir kirkjan átt, er Verið hafa í senn andlegir höfðingjar og þjóðskörungar um veraldleg mál. Þjóðin hefir jafnan sett von sína og traust á kirkjuna. Enn, °2 ef til vill aldrei frekar en nú á öld hinnar miklu tækni- 21

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.