Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 36

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 36
322 KIRKJURITIÐ þróunar, er tvennt nauðsynlegt, ef framtíð þjóðarinnar og sjálfstæði á að standa föstum fótum: Að leiðsögn kirkju og kristni sé traust. Að hún ávallt standi vörð um helgustu og háleitustu siðakenningar og trúarhug- myndir kristninnar — og að hún verndi og verji hinn eitt þúsund ára gamla menningararf vorn — tungu vora og þjóð- emi —, sem er helgasta eign hverrar þjóðar. Fylgi hin íslenzka kirkja trúlega dæmi sinna beztu og vitrustu kirkjuhöfðingja fyrr og síðar og starfi hún í anda þeirra, þá mun þjóðin hlíta leiðsögn hennar. Herra biskup íslands! Ég veit, að ég mæli fyrir munn allra þeirra virðulegu gesta, er hér eru viðstaddir, — já, ég veit, að ég mæli fyrir þjóðina alla, þegar ég nú ber fram þá bæn, að hollvættir íslands að fornu og nýju styðji yður og styrki í hinu háa og veglega embætti, er þér hafið verið vígður til í dag. Megi blessun Guðs fylgja yður og störfum yðar. Auk ráðherrans tóku þessir til máls: Dr. Carl E. Lund-Quist, er færði kveðjur frá Lúterska heims- sambandinu, en hann er framkvæmdastjóri þess. í því eru um 40 milljónir manna í öllum álfum heims. Dr. Haraldur Sigmar, fulltrúi Hinna sameinuðu lútersku kirkjufélaga í Vesturheimi og Hins evangelisk-lúterska kirkju- félags íslendinga í Vesturheimi. Dr. Richard Beck, fulltrúi Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga og Hins sameinaða kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. Dr. Alexander Jóhannesson, rector magnificus, er færði árn- aðaróskir Háskóla íslands og minntist þess m. a. að Háskólinn hafði þá sæmt biskupinn sínum hæsta heiðri með því að kjósa hann heiðursdoktor í guðfræði. Gísli Sveinsson, fyrrum sendiherra, flutti ræðu af hálfu kirkjuráðs. Séra Jón Auðuns, dómprófastur, mælti fyrir minni biskups- frúarinnar, frú Steinunnar Magnúsdóttur. Séra Sveinbjörn Högnason, prófastur, ávarpaði biskup fyrir hönd Prestafélags íslands. Biskup flutti að lokum hjartnæma ræðu og þakkaði ráðherra og ræðumönnum. Að lokum lét ráðherra árna biskupshjónum allra heilla með ferföldu húrrahrópi.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.