Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 37

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 37
Séra Jónmundur Halldórsson júbilprestur áttrœður. Séra Jónmundur Halldórsson er fæddur 4. júlí 1874, nálægt þúsund ára afmæli Islands byggðar, á Belgsstöðum á Akranesi. Foreldrar hans voru Halldór Jónsson, síðar múrari, og kona hans Sesselja Gísladóttir. Hann varð stúdent frá Lærða skólanum í Reykjavík 1896 og kandídat í guðfræði frá Prestaskól- anum 1900. Gerðist hann þá fyrst aðstoðarprestur í Ólafsvík en var því næst prestur að Barði í Fljótum í Skagafirði 1902—15, en því næst um hríð í Mjóafjarðarprestakalli. Á^ið 1918 gerðist hann prestur að Stað í Grunnavík og hefir Þjónað því prestakalli þar til nú fyrir skemmstu, er hann fékk lausn, eftir meira en hálfrar aldar prestsstarf. Séra Jónmundur er þjóðkunnur maður, þrekið frábært og Safur sérkennilegar og mál meitlað, eins og lesendur Kirkju- ritsins kannast við af bréfum hans. Er hann nú að vonum Uokkuð bilaður að þreki og heilsu eftir mikið og erfitt starf. Kefir hann gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrr og síðar og rit- greinar í blöð og tímarit. Kona hans var Guðrún Jónsdóttir, og áttu þau tvo syni og firnm dætur. Kirkjuritið óskar honum fagurs og friðsæls æfikvölds, eftir langa æfidag. Eftir að þetta var ritað hefir borizt sú fregn, að séra Jón- ruundur hafi andazt, tæpri viku eftir afmælisdaginn, 9. júlí. M. J.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.