Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 39

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 39
taá teji nan 1954. Prestsvígsla og setning prestastefnunnar. Prestastefna Islands var haldin í Reykjavík dagana 21.—23. júní. Var hún sú fjölsóttasta, er haldin hefir verið. Sátu hana ú annað hundrað andlegrar stéttar menn og þar á meðal allir Prófastar landsins. Prestastefnan hófst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 1,15 e- h. þar sem biskupinn, dr. theol. herra Ásmundur Guðmunds- son, vígði sex guðfræðikandídata, þá: Bjarna Sigurðsson, Grím Grírnsson, Kára Valsson, Óskar Finnbogason, Þóri Stephensen °g Örn Friðriksson. Séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík lýsti vígslu, en einn hinna nývígðu presta, séra Örn Priðriksson, prédikaði. Altarisþjónustu hafði á hendi séra Jón Thorarensen. Vígsluvottar voru séra Friðrik A. Friðriksson Prófastur, séra Jón Thorarensen, séra Magnús Már Lárusson Prófessor og séra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ. Kl. 4 e. h. var prestastefnan sett í Háskólanum. Athöfnin hófst í kapellu Háskólans með því að þeir Guðmundur Gilsson og Þórarinn Guðmundsson léku samleik á orgel og fiðlu, þá las biskup ritningarkafla frá altari, en prestar sungu sálminn: Vér kornum saman á kirkjufund. Eftir þessa athöfn var gengið í hátíðasal skólans og ávarpaði biskup þar prestana og bauð þá velkomna til fundarstarfa og lýsti prestastefnuna setta. Síðan minntist biskupinn hins látna biskups, dr. Sigurgeirs Sigurðssonar, með hlýjum orðum en prestar risu úr sætum til Þess að heiðra minningu hans og þakka störf hans fyrir þjóð °g kirkju. Hví næst flutti biskup ávarp til prestanna og gerði grein fyrir störfum og hag kirkjunnar á liðnu synodusári.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.