Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 40
326 KIRKJURITIÐ Ávarp biskups. Kæru starfsbræður og vinir! Af alhug þakka ég yður öllum komuna til vígslu minnar og þann þátt, sem þér hafið átt í þeirri athöfn. Fyrst og fremst vil ég þakka þeim manni, er vígsluna framkvæmdi, dr. Bjarna Jónssyni vígslubiskupi, og svo þeim, er aðstoðuðu hann. Sér- staklega vil ég einnig þakka fulltrúa og framkvæmdarstjóra Lúterska heimssambandsins, dr. Carl E. Lund-Quist frá Genf, sem sýnir það með komu sinni, hve mikla áherzlu Sambandið leggur á að treysta sem bezt bræðraböndin við kirkju íslands. Ég þakka fulltrúa og fyrrverandi forseta Hins evangelisk- lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, dr. Haraldi Sigmar, sem með komu sinni ber ljóst vitni um sívaxandi ástúð félagsins og tryggð við kirkju vora. Hefir hann einnig flutt kveðju Hinna sameinuðu lútersku kirkjufélaga í Vesturheimi- Og ég þakka dr. Richard Beck, fulltrúa Sambandskirkjufélags Vestur-íslendinga og Þjóðræknisfélags þeirra, komu hans, sem vottar einlægan góðhug og vináttu þessara félaga í vorn garð, bræðranna fyrir austan álinn. Ég býð yður alla, eldri og yngri, og ekki sízt hina nývígðu presta hjartanlega velkomna til fyrstu prestastefnunnar, sem ég á að stjóma. Jafnframt þakka ég andlegu stéttinni á íslandi það traust, sem hún hefir sýnt mér með því að kjósa mig biskup lögmætri kosningu, og alla þá ástúð, er ég hefi fundið leggja á móti mér og hefir glatt mig og styrkt. Þér hafið kvatt mig til mikils og vandasams starfs, sem er ofvaxið veik- um kröftum mínum, en ég veit, að þér biðjið þess með mér, að Guð verði með mér í verki. Reynsla langrar ævi hefir kennt mér, að Guði einum er að treysta, og oft hefi ég fengið að þreifa á forsjónarhendi hans og föðurhendi. í trausti til hans hefi ég tekið þessari köllun og mun leitast við, eftir því sem hann gefur mér náð til, að bregðast henni ekki, né yður, bræðr- um mínum. Mörg hvatningar og ástúðarorð yðar geymi ég nú fast i minni, meðal annars það, sem þér hafið sagt: Við kjósum þi£ til starfs, en ekki til hvíldar. Það er vel, að ég viti það og muni þau fáu ár, sem ég kann að eiga framundan í biskups-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.