Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 44

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 44
330 KIRKJURITIÐ Betra er en bölva myrkri að kveikja lítið ljós. Þrennt vil ég leggja megináherzlu á, til þess að fagnaðar- erindið megi vísa þjóð vorri veginn og verði það afl í lífi henn- ar, er leiði hana fram á guðsríkisbraut. Fagnaðarerindið verður að flytja þannig, að það sé í raun og sannleika það, sem nafn þess þýðir: Gleðiboðskapur. Blærinn yfir hlýtur að vísu að verða misjafn, framsetningin með sínum persónulegu sérkennum, þar eð hver og einn verður að ganga sína eigin reynslubraut til boðunar þess. Og ekkert nær til hjartna nema það komi frá hjarta. En þetta verður að vera sameiginlegt. Fagnaðarerindið þrungið lífsalvöru boðar synd, réttlæti og dóm, en fyrst og síðast fögnuð kærleikans, föður- inn algóða á himnum og bræðralag mannanna á jörðu í Jesú nafni. Stefið í hljómkviðu lífsins, ef svo má komast að orði, er: Deus caritatis. Þannig var kenning Jesú um kærleikans Guð fyllt lífsfögnuði, svo miklum, að hann líkti starfstíma sínum á jörðu við brúðkaupshátíð, sjálfum sér við brúðguma og læri- sveinum sínum við brúðkaupssveina. „Hvort geta brúðkaups- sveinar fastað," mælti hann, „meðan brúðguminn er hjá þeim?" Þennan glaða kristindóm verður að boða alveg eins og í upp- hafi: „Tíminn er fullnaður og guðsríki er nálægt, takið sinna- skiptum og trúið fagnaðarboðskapnum." Bjartsýnin ein fær gjört oss brennandi í anda og veitt veg- söguþor. Ég hefi ekki dulið þá lífsskoðun mína fyrir neinum og mun ekki gjöra. Ég hefi rætt trú mína fyrir opnum tjöld- um og engu leynt. Það er hollt og gott, að vér höldum fram trúarskoðunum vorum af djörfung og jafnvel þótt oss hlaupi kapp í kinn, ef vér aðeins gjörum það af einlægni og ástúð og gleymum því aldrei, að í innsta eðli sínu er kristindómurinn einskær trúarbrögð kærleikans. Kærleikurinn á að vera kjarni þess boðskapar, er vér allir flytjum þjóð vorri einum rómi. Um annað það, er mestu varðar í þessum efnum, var megin- þáttur prédikunar minnar í gær. Öll kristnin verður að sam- einast gegn eymd og bölvi mannkynsins, jafnt leikmenn sem prestar. Vinur þjóðar vorrar, Manfred Björkquist, mælti fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.