Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 45
PRESTASTEFNAN 331 skemmstu á þessa leið: „Þegar vér hugleiðum þá köllun, er bíður kristins samfélags, verður oss að skiljast það og vér lifa eftir því, að þessir tímar eru tímar leikmannakirkjunnar. Hlut- verk vort er svo óumræðilega mikið og víðfeðmt, að allir kristnir menn verða að hef ja sókn. Bróðir verður að ávinna bróður sinn og kraftur fagnaðarerindisins breiðast út jafnt til heimila sem vinnustöðva." Þér prestar verðið að gerast f orystumenn þeirra samtaka með þjóð vorri. Kirkjan er lifandi samfélag. Vér megum engir standa uppi einangraðir. „Við leikmenn bíðum eftir kalli ykkar prestanna," sagði einn þeirra við mig nýlega. „Við þráum starf, mikið starf fyrir kristni og kirkju, sókn yfir alla línuna. Kveðjið okkur til fylgdar." Alveg um sama leyti berst mér langt mál frá öðrum leikmanni. Hann ritar um deyfð og drunga yfir kristnilífi þjóðarinnar, en bendir jafnframt á ráð til bóta: Samstarf allra áhugamanna um andleg mál og siðgæði í hvaða stöðu sem er. Prestar og leikmenn standi saman hlið við hlið í stríðinu helga fyrir sigri fagnaðarerindisins. Að lokum bendir hann á gildi þess, að tveir og tveir ferðist um landið, prestur og leikmaður saman, og hvetji til samtaka og samvinnu að kristindómsmálum. Er það tilviljun, að þessar raddir heyrast? Nei. Þær eru vottur þess, að um allt landið er horft vakandi augum á andlegan hag þjóðarinnar og ýmsir eiga djúpan skilning á því, að kristindómurinn einn megnar að verða henni aflvaki trúar og siðgæðis, og að ekkert er þráð heitar en sam- vinna allra stétta til viðreisnar. Og það er ekki heldur tilviljun, að báðir þessir menn eru úr kennarastétt, þeirri stétt, sem nálega hefir verið tízka undan- farin ár að ásaka fyrir andstöðu við kristni og kirkju. Það er vissulega kominn tími til að athuga það mál betur og læra að meta stéttir þjóðarinnar eftir því, sem þær leggja bezt til, en ekki lakast. Ég gæti nefnt mörg dæmi þess, að einmitt nú er ákjósanlegasta tækifæri fyrir þessar tvær stéttir, sem Þjóðaruppeldið er falið, kennimenn og kennara, að taka hönd- uni saman. Forystumenn kennarastéttarinnar hafa látið þá °sk í ljós hver af öðrum. Og minnisstætt verður mér jafnan, er ég kvaddi í vetur nemendur mína í Kennaraskólanum, að einn í efsta bekk reis úr sæti og sagði af mikilli einlægni og krafti: „Við bjóðum samvinnu okkar, öll, fyrir kristindóminn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.