Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 48
334 KIRKJURITIÐ hins góða og ástsæla kirkjuleiðtoga. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu Gimli, 13. október, 63 ára að aldri, fæddur 3. ágúst 1890. Helztu æviatriði hans eru yður kunn og hafa þau verið rakin bæði í Kirkjublaðinu og Kirkjuritinu. Hann starfaði í þjónustu kirkjunnar alls í 36 ár, fyrst prestur og prófastur á Isafirði í 21 og síðan biskup íslands til dauðadags. Frábær áhugi einkenndi þetta starf hans allt. Hann lifði eftir áminn- ingunni í Nýja testamentinu: Ver allur í þessu, og varð því mikið ágengt. Það er oft erfitt að meta rétt ævistarf að því nýloknu, en það skýrist ósjaldan betur, er lengra líður. Mér virðist einkum fernt marka dýpst spor í biskupsstarfi dr. Sigurgeirs Sigurðssonar. Hið fyrsta er starf hans fyrir kirkjusönginn. Hann átti frum- kvæði að því, að stofnað var embætti söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar og hún eignaðist sinn söngskóla. Barðist hann af eldmóði og þrautseigju til sigurs í þeim málum. Og ávextirnir koma í ljós skýrar og skýrar með hverju ári sem líður. Kirkju- kórar rísa um land allt og stofna samband sín á milli. Sönglíf blómgast innan kirkjunnar, svo að mikils má af vænta. En markið er almennur safnaðarsöngur. í þessum efnum virðist mér, eins og ég hefi áður sagt, þau standa hlið við hlið nöfn Sigurgeirs Sigurðssonar og Jóns Ögmundssonar. Annað er þrotlaus barátta dr. Sigurgeirs Sigurðssonar fyrir bættum starfskjörum presta. Var hann svo mikill áróðursmað- ur, að ég hefi ekki vitað annan slíkan. Hann átti sinn mikla þátt í því, að vönduð prestsseturshús voru reist hvert af öðru og mörg hinna eldri endurbætt. Andstaða hans gegn skerðingu og skiptingu prestssetursjarða og eignarnámi fór einnig stöðugt harðnandi, svo að ekki má gleymast á komandi árum, og á að vera oss nú hin sterkasta brýning. Biskup vissi það vel af eigin raun, hve kjör presta gátu verið kröpp. Hann vildi bæta þeim það, sem hann sjálfur hafði orðið að fara á mis við. Hið þriðja er það, að biskup var vakningamaður. Þess gætti alls staðar, í vísitazíuferðum hans, öðrum heimsóknum til kirkna og kirkjulegra funda og í einkaviðræðum. Það var ekki fyrir siðasakir, að hann var beðinn að koma þangað, er eitthvað sérstakt var að gerast, heldur vegna þess lífs, sem stafaði frá honum. Sjálfum mér er það ljósast, hver áhrif hann hafði á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.