Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 49

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 49
PRESTASTEFNAN 335 unga menn — nemendur mína í guðfræðideild. Ég heyrði hann nefna sig loftkastalamann. Hann var það í beztu merkingu þess orðs, því að allir kastalar eru í fyrstu loftkastalar, og sumar hugsjónir hans, háar og djarfar, urðu að veruleika. Já, eldmóður hans varð mörgum aflgjafi. Hjartað var hlýtt og gott. Síðast en ekki sízt vil ég telja það, sem oss mun öllum ljóst, hve vel honum tókst með styrk ágætrar konu sinnar að láta heimili sitt verða sameiginlegt heimili presta á íslandi. Hann sagði við þá: „Lítið á þetta heimili sem ykkar heimili. Hingað skuluð þið alltaf vera hjartanlega velkomnir hvenær sem er og hvernig sem á stendur, hvort heldur er á nótt eða degi.“ ^ar fundu menn beztu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. Og þaðan lagði ylrika strauma um land allt, kristni- lífi þjóðarinnar til ómetanlegrar blessunar. Þannig hefir biskupsembættið í vissum skilningi vaxið með honum, og það er sannmæli, sem vinur hans og skólabróðir skrifaði mér nýlega: Ég held, þrátt fyrir það, þótt dauft sé víða enn, sé þó betra að taka við af honum en að hann hefði ekki verið búinn að starfa. Þessi yfirlætislausu orð eru betri en löng lýsing á honum. Vér minnumst og þökkum og rísum úr sætum til hljóðrar bænar fyrir honum og ástvinum hans, þjóð og kirkju, öllu, sem hann unni. Á sýnodusárinu hafa látizt fimm prestar. Séra Kristinn Daníelsson, prófastur og alþingismaður, and- aðist 10. júlí, 92 ára að aldri, fæddur 18. febrúar 1861. Hann var prestur að Söndum í Dýrafirði 1884—1903 og að Útskálum 1903—1916, síðustu 2—3 árin prófastur jafnframt í Kjalamess- Prófastsdæmi. Ýms önnur virðuleg trúnaðarstörf voru honum falin, þannig var hann amtráðsmaður í Vesturamtinu 1897— 1903 og alþingismaður 1909—1911 og 1913—1919, forseti sam- einaðs Alþingis 1914—1917. Mörg síðari starfsárin var hann ritari í Landsbankanum og gerðist einn af helztu forystumönn- Sálarrannsóknafélags Islands. Hann kvæntist Idu Halldórsdóttur Friðrikssonar yfirkennara 1886. Hún lézt 1909. Þau eignuðust sex böm. Séra Kristinn var prýði sinnar stéttar, rækti prestsstarfið

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.