Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 50
336 KIRKJURITID af framúrskarandi alúð og skyldurækt. Hvar sem hann fór duldist það ekki, að hann var sannur prestur. Einurð hans og sannleiksást hlaut að ylja mönnum um hjartarætur, og kjarn- inn í öllum boðskap hans var sá, að kristindómurinn væri trúarbrögð kærleikans og allt, sem risi gegn því, ætti að falla og hlyti að falla. í stjórnmálasögunni ber einnig nafn hans hátt, því að hann barðist í fylkingarbrjósti fyrir landsréttind- um vor íslendinga. Séra Halldór Jónsson, fyrrum prestur á Reynivöllum, and- aðist 10. desember, áttræður að aldri, fæddur 5. desember 1873. Honum auðnaðist það, sem fáum er veitt, að verða júbíl- prestur. Hann gerðist aðstoðarprestur séra Þorkels Bjarnason- ar á Reynivöllum 15. október 1899 og fékk veitingu fyrir presta- kallinu vorið eftir. Síðan þjónaði hann Reynivöllum til fardaga 1950, sótti aldrei þaðan og mun jafnvel aldrei hafa komið slíkt til hugar. Hann var forystumaður í menningarmálum og fram- faramálum héraðs síns, hreppsnefndaroddviti og sýslunefndar- maður áratugum saman og bjó sjálfur blómabúi. Hann kvæntist Kristínu Hermannsdóttur Johnsens, sýslu- manns á Velli, 1903. Hún andaðist 1941. Séra Halldór var hugsjónamaður, brennandi í anda. Einkum unni hann mjög söng og sönglist, fékkst við tónsmíðar og lék á hljóðfæri. Mun liggja eftir hann fjöldi laga. Hugsjónamálum sínum kom hann í framkvæmd hverju af öðru og lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Allt starf hans var með einhverjum hætti í þjónustu Guðs ríkis, og hann var sannur sálnahirðir safnaða sinna. Prestsstarf hans var til fyrirmyndar. Mér skilst, að hann hafi unnið það svo, að hann hafi verið í fremstu röð presta á íslandi frá upphafi og allt til vorra daga. Séra Óli Ketilsson, fyrrum prestur í Hvítanesi í Ögurþingum, andaðist á ísafirði 25. marz, 57 ára að aldri, fæddur 26. sept. 1896. Hann var prestur í Ögurþingum í 22 ár, 1925—1947, sat fyrst í Súðavík, en síðast í Hvítanesi, þar sem hann bjó góðu búi- Hann fékk lausn frá prestsskap sökum vanheilsu 1947. Eftir það dvaldist hann á Isafirði og vann skrifstofustörf. Hann kvæntist Maríu Tómasdóttur frá ísafirði 1917, og eignuðust þau 5 börn. Séra Óli var vel gefinn maður og þótti vera ágætur prestur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.