Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 50

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 50
336 KIRKJURITIÐ af framúrskarandi alúð og skyldurækt. Hvar sem hann fór duldist það ekki, að hann var sannur prestur. Einurð hans og sannleiksást hlaut að ylja mönnum um hjartarætur, og kjarn- inn í öllum boðskap hans var sá, að kristindómurinn væri trúarbrögð kærleikans og allt, sem risi gegn því, ætti að falla og hlyti að falla. í stjómmálasögunni ber einnig nafn hans hátt, því að hann barðist í fylkingarbrjósti fyrir landsréttind- um vor íslendinga. Séra Halldór Jónsson, fyrrum prestur á Reynivöllum, and- aðist 10. desember, áttræður að aldri, fæddur 5. desember 1873. Honum auðnaðist það, sem fáum er veitt, að verða júbíl- prestur. Hann gerðist aðstoðarprestur séra Þorkels Bjarnason- ar á Reynivöllum 15. október 1899 og fékk veitingu fyrir presta- kallinu vorið eftir. Síðan þjónaði hann Reynivöllum til fardaga 1950, sótti aldrei þaðan og mun jafnvel aldrei hafa komið slíkt til hugar. Hann var forystumaður í menningarmálum og fram- faramálum héraðs síns, hreppsnefndaroddviti og sýslunefndar- maður áratugum saman og bjó sjálfur blómabúi. Hann kvæntist Kristínu Hermannsdóttur Johnsens, sýslu- manns á Velli, 1903. Hún andaðist 1941. Séra Halldór var hugsjónamaður, brennandi í anda. Einkum unni hann mjög söng og sönglist, fékkst við tónsmíðar og lék á hljóðfæri. Mun liggja eftir hann fjöldi laga. Hugsjónamálum sínum kom hann í framkvæmd hverju af öðru og lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Allt starf hans var með einhverjum hætti í þjónustu Guðs ríkis, og hann var sannur sálnahirðir safnaða sinna. Prestsstarf hans var til fyrirmyndar. Mér skilst, að hann hafi unnið það svo, að hann hafi verið í fremstu röð presta á íslandi frá upphafi og allt til vorra daga. Séra Öli Ketilsson, fyrrum prestur í Hvítanesi í Ögurþingum, andaðist á ísafirði 25. marz, 57 ára að aldri, fæddur 26. sept. 1896. Hann var prestur í Ögurþingum í 22 ár, 1925—1947, sat fyrst í Súðavík, en síðast í Hvítanesi, þar sem hann bjó góðu búi. Hann fékk lausn frá prestsskap sökum vanheilsu 1947. Eftir það dvaldist hann á ísafirði og vann skrifstofustörf. Hann kvæntist Maríu Tómasdóttur frá ísafirði 1917, og eignuðust þau 5 börn. Séra Óli var vel gefinn maður og þótti vera ágætur prestur,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.