Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 51

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 51
PRESTASTEFNAN 337 vinsæll og mikils metinn. Hann var mjög hlédrægur, svo að sumum virtist um of. En hógværum er gefið fyrirheiti um það, að þeir muni landið erfa. Má ætla, að störf hans hafi fest djúpar rætur og af þeim spretti ávaxtaríkur gróður. Séra Hálfdán Helgason, prófastur að Mosfelli í Mosfellssveit, varð bráðkvaddur að kveldi 8. apríl, 56 ára að aldri, fæddur 23. júlí 1897. Hann var öll prestsskaparár sín prestur á sama stað, 1924 —1954, og þjónaði jafnframt Þingvallasókn frá 1928. Hann var prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi frá 1941. í stjórn barnaheimilisnefndar þjóðkirkjunnar frá 1928, formaður Presta- íélags Suðurlands frá 1942 og varaformaður Prestafélags ís- lands síðustu árin. Hann kvæntist Láru Skúladóttur Norðdal frá Úlfarsfelli 1929, °g eignuðust þau tvö böm. Séra Hálfdan Helgason prófastur var mikill starfsmaður sem Jón biskup faðir hans, skyldurækinn, áhugasamur og vandaði hvert starf sitt. Öll þau trúnaðarstörf, sem honum voru falin, háru þess ljóst vitni, hvers trausts hann naut jafnt af embættis- hræðrum sínum sem öðrum. Hann var mjög vinsæll í presta- halli sínu og yfirleitt með öllum þeim, er kynntust honum. Skarð hans er vandfyllt. Séra Þorvaldur Jakobsson, síðast prestur í Sauðlauksdal í Sarðastrandarprófastsdæmi, andaðist 8. maí, 94 ára að aldri, feddur 4. maí 1860, orðinn elztur stúdent og prestur á íslandi. Hann var prestur í Staðarprestakalli í Grunnavík 1883— 1884, Brjánslækjarprestakalli 1884—85 og Sauðlauksdals 1896 1920. Árið eftir gerðist hann kennari við Gagnfræðaskólann 1 Flensborg og gegndi því starfi til 1934. Síðast átti hann heirnili í Reykjavík og fékkst meðal annars við ritstörf. Hann setti saman bókina: Orð Jesú, sem kom út fyrir fáum árum * vandaðri útgáfu. Séra Þorvaldur kvæntist 1889 Magdalenu Jónasdóttur frá Hallbjamareyri. Eignuðust þau sjö böm. Hann missti hana 1942. Séra Þorvaldur þótti vera góður prestur og kennari og naut ^úkils trausts og vinsælda. Hann var skyldurækinn maður og heill, brá st ekki neinum, sem til hans leitaði, drengskaparmaður °g góður Islendingur. Islenzkri tungu unni hann mjög og vand- 22

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.