Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 52

Kirkjuritið - 01.07.1954, Page 52
338 KIRKJURITIÐ aði sem bezt. Orð Rasks áttu við um hann: „Ég læri íslenzku til þess að læra að hugsa eins og maður, til þess að stæla svo sál mína, að hún kjósi miklu heldur að skilja við líkamann en brjóta á móti nokkru því, sem hún veit, að er satt og rétt.“ Ég bið yður að votta þessum bræðrum vorum virðingu og þökk og rísa úr sætum. Góður Guð varðveiti þá og blessi um alla eilífð, ástvini þeirra og störf fyrir kirkju sína. Fjórar prestsekkjur hafa látizt á synodusárinu: Frú Helga Skúladóttir. Hún var fædd 9. marz 1866. Dóttir Skúla Kristjánssonar bónda á Sigríðarstöðum í Fnjóskadal. Hún giftist 6. júlí 1886 séra Pétri Jónssyni, sem þá var prestur á Hálsi, síðar að Kálfafellsstað. Frú Helga andaðist 17. júlí. Frú Líney Sigurjónsdóttir. Hún var fædd 11. okt. 1873, al- systir Jóhanns skálds Sigurjónssonar. Hún giftist 1894 séra Árna Björnssyni, er síðar varð prestur að Görðum á Álftanesi og prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi. Mann sinn missti hún 1932. Hún andaðist 8. október. Frú Guðný Þorsteinsdóttir. Hún var fædd 22. marz 1865. Dóttir séra Þorsteins Þórarinssonar, prests í Heydölum. Hún giftist 1891 séra Jóni Guðmundssyni, presti á Norðfirði og prófasti í Suður-Múlaprófastsdæmi. Hún missti hann 1929. Frú Guðný andaðist 27. ágúst. Frú Margrét Jónasdóttir. Hún var fædd 16. des. 1867. Dóttir séra Jónasar Guðmundssonar prests á Staðarhrauni. Hún gift' ist 1887 séra Guðlaugi Guðmundssyni, er síðast var prestur að Stað í Steingrímsfirði. Hún missti mann sinn 1931. Frú Margrét andaðist 12. mars. Vér minnumst þessara merku og ágætu kvenna, sem stóðu vel og trúlega við hlið mönnum sínum, með virðingu og þökk og fyrirbæn og rísum úr sætum. Lausn frá prestsskap hafa 4 prestar fengið á þessu vori. Eru þeir þessir, sem nú skal greina: Séra Jósef Jónsson, prófastur að Setbergi í Eyrarsveit. Hann vígðist til Barðsprestakalls í Fljótum vorið 1915, var aðstoðar- prestur séra Jóns Halldórssonar á Sauðanesi 1916—1918, settur prestur í Staðarhólsþingum 1918—1919, fékk þá veitingu fyrir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.