Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 53

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 53
PRESTASTEFNAN 339 Setbergi og hefir þjónað því síðan til seinustu fardaga. Pró- fastur í Snæfellsnessprófastsdæmi 1934—1954. Öll þessi störf hefir séra Jósef rækt af mikilli kostgæfni, þótt kennimaður góður og setið staðinn með prýði. Hann hefir notið vinsælda og virðingar sóknarbarna sinna og embættis- bræðra og farsæld og blessun fylgt ævistarfi hans. Séra Jóhann Briem, prestur að Melstað. Hann vígðist til þess prestakalls 1912 og hefir þjónað því síðan óslitið í 42 ár til seinustu fardaga. Séra Jóhann vakti þegar í Menntaskóla athygli bæði kennara °g nemenda sökum frábærrar háttprýði og stillingar, og hefir hvorttveggja einkennt hann jafnan síðan og öll störf hans. Hafa þau orðið ávaxtarík og söfnuðirnir kunnað vel að meta. Hann er einn hinna hógværu, sem munu landið erfa. Séra Jónmundur Halldórsson, prestur að Stað í Grunnavík. Hann vígðist aðstoðarprestur séra Helga Árnasonar í Ólafsvík árið 1900, varð prestur að Barði í Fljótum 1902, fékk Mjóa- fjarðarprestakall 1915, og prestur að Stað í Grunnavík hefir hann verið óslitið síðan 1918. Þannig hefir hann náð því að verða júbílprestur og hefir síðustu árin verið elztur þjónandi Presta á íslandi. Séra Jónmundur hefir verið einn hinna tápmestu og dug- legustu manna sinnar samtíðar á íslandi, gæddur þeirri vík- ingslund, er vex við hverja raun. Hann hefir unnið afreksverk í erfiðu og afskekktu prestakalli, og má að líkindum þakka það Prestsstarfi hans og öðrum störfum, að byggðin umhverfis Stað í Grunnavík hefir haldizt. Þannig hefir hann flestum eða öllum fremur staðið gegn því, að land vort minnkaði, og getur með heiðri lagt frá sér hirðisstafinn. Séra Eiríkur Stefánsson, prófastur að Torfastöðum. Hann vígðist prestur í Torfastaðaprestakalli vorið 1906 og hefir þannig þjónað því samfleytt í 48 ár. Prófastur í Ámessprófasts- hæmi frá 1948. Séra Eiríkur batt ungur órofatryggð við prestakall sitt, og mun aldrei hafa til hugar komið að sækja þaðan. Hefir hann fest þar djúpar rætur og setið staðinn vel. Hefir safnaðarfólk hans litið með virðingu og vinarhug til hans og heimilis hans °g átt þar athvarf og skjól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.