Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 53

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 53
PRESTASTEFNAN 339 Setbergi og hefir þjónað því síðan til seinustu fardaga. Pró- fastur í Snæfellsnessprófastsdæmi 1934—1954. Öll þessi störf hefir séra Jósef rækt af mikilli kostgæfni, þótt kennimaður góður og setið staðinn með prýði. Hann hefir notið vinsælda og virðingar sóknarbarna sinna og embættis- bræðra og farsæld og blessun fylgt ævistarfi hans. Séra Jóhann Briem, prestur að Melstað. Hann vígðist til þess prestakalls 1912 og hefir þjónað því síðan óslitið í 42 ár til seinustu fardaga. Séra Jóhann vakti þegar í Menntaskóla athygli bæði kennara °g nemenda sökum frábærrar háttprýði og stillingar, og hefir hvorttveggja einkennt hann jafnan síðan og öll störf hans. Hafa þau orðið ávaxtarík og söfnuðirnir kunnað vel að meta. Hann er einn hinna hógværu, sem munu landið erfa. Séra Jónmundur Halldórsson, prestur að Stað í Grunnavík. Hann vígðist aðstoðarprestur séra Helga Árnasonar í Ólafsvík árið 1900, varð prestur að Barði í Fljótum 1902, fékk Mjóa- fjarðarprestakall 1915, og prestur að Stað í Grunnavík hefir hann verið óslitið síðan 1918. Þannig hefir hann náð því að verða júbílprestur og hefir síðustu árin verið elztur þjónandi Presta á íslandi. Séra Jónmundur hefir verið einn hinna tápmestu og dug- legustu manna sinnar samtíðar á íslandi, gæddur þeirri vík- ingslund, er vex við hverja raun. Hann hefir unnið afreksverk í erfiðu og afskekktu prestakalli, og má að líkindum þakka það Prestsstarfi hans og öðrum störfum, að byggðin umhverfis Stað í Grunnavík hefir haldizt. Þannig hefir hann flestum eða öllum fremur staðið gegn því, að land vort minnkaði, og getur með heiðri lagt frá sér hirðisstafinn. Séra Eiríkur Stefánsson, prófastur að Torfastöðum. Hann vígðist prestur í Torfastaðaprestakalli vorið 1906 og hefir þannig þjónað því samfleytt í 48 ár. Prófastur í Ámessprófasts- hæmi frá 1948. Séra Eiríkur batt ungur órofatryggð við prestakall sitt, og mun aldrei hafa til hugar komið að sækja þaðan. Hefir hann fest þar djúpar rætur og setið staðinn vel. Hefir safnaðarfólk hans litið með virðingu og vinarhug til hans og heimilis hans °g átt þar athvarf og skjól.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.