Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 55

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 55
PRESTASTEFNAN 341 Staðarhraunsprestakalls í Mýraprófastsdæmi. Hann er fæddur 13. september 1913 í Skarfanesi á Landi í Rangárvallasýslu. Foreldrar: Finnbogi Höskuldsson bóndi og Elísabet Þórðar- dóttir, kona hans. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík haustið 1949. Starfaði mörg ár í tollstjóraskrifstofunni hér. Lauk embættisprófi í guðfræði vorið 1953. Hann er kvæntur Rakel Veturliðadóttur frá ísafirði. Séra Þórir Stephensen var vígður í dag sem settur prestur í Staðarhólsþingum í Dalaprófastsdæmi. Hann er fæddur 1. ágúst 1937 í Reykjavík. Foreldrar Ólafur Stefánsson Stephen- sen ökumaður og Þóra Daníelsdóttir, kona hans. Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík vorið 1951 og embættisprófi í guð- fræði í janúar 1954. Hann er kvæntur Dagbjörtu Gunnlaugs- dóttur úr Svarfaðardal. Séra Friðrik Hákon Örn Friðriksson var vígður í dag til Skútustaðaprestakalls í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi. Hann er fseddur 27. júlí 1927 í Wynyard í Sask. í Canada. Foreldrar: Séra Friðrik A. Friðriksson prófastur á Húsavík og Gertrud Friðriksson, f. Nielsen, kona hans. Hann lauk stúdentsprófi á Akureyri vorið 1949 og embættisprófi í guðfræði í janúar 1954. Alla þessa nýju starfsmenn í prestastétt býð ég hjartanlega velkomna til þjónustu kirkjunnar og bið þeim blessunar Guðs. Kserleiki hans og kraftur fylgi þeim í öllum störfum þeirra fyrir söfnuði þeirra og kristni landsins. Þessir prestar hafa ennfremur fengið veitingu fyrir presta- köllum: Séra Sváfnir Sveinbjarnarson fyrir Kálfafellsstaðarpresta- kalli í Austur-Skaftafellsprófastsdæmi, 22. júní. Séra Björn Helgi Jónsson fyrir Ámessprestakalli í Stranda- Prófastsdæmi, 6. júlí. Séra Fjalarr Sigurjónsson fyrir Hríseyjarprestakalli í Eyja- fjarðarprófastsdæmi, 6. júlí. Séra Magnús Guðmundsson fyrir Setbergsprestakalli í Snæ- fellsnesprófastsdæmi, 31. maí. Séra Gísli Kolbeins fyrir Melstaðarprestakalli í Húnavatns- Prófastsdæmi, 31. maí.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.