Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 57

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 57
PRESTASTEFNAN 343 6. Brjánslækjarprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi. Því þjónar sóknarpresturinn í Flatey. 7. Hrafnseyrarprestakall í V.-ísafjarðarprófastsdæmi, er séra Kári Valsson hefir verið settur til að þjóna. 8. Ögurþing í N.-ísafjarðarprófastsdæmi. Því þjóna prófast- urinn í Vatnsfirði og sóknarpresturinn á ísafirði. 9. Staðarprestakall í Grunnavík í N.-ísafjarðarprófastsdæmi. Því þjónar presturinn í Bolungarvík. 10- Grímseyjarprestakall í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Þjónustu þess annast séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri. 11. Sauðlauksdalsprestakall í Barðastrandarprófastsdæmi, er séra Grímur Grímsson hefir verið settur til að þjóna. Meginorsök þess, að svo mörg prestaköll standa enn óveitt, er sú, hve húsakynni eru légleg á mörgum prestssetranna, en ekki skortur á kandidötum í guðfræði. Er brýn nauðsyn á því, að ný prestsseturshús verði reist sem allra fyrst og prests- setursjarðirnar yfirleitt sæmilega hýstar. Nokkrar kirkjuvígslur hafa verið framkvæmdar á synódus- árinu. Dr. Sigurgeir biskup vígði bænhús að Gröf á Höfðaströnd 12. júlí og dr. Bjami Jónsson settur biskup nýreista kirkju í Norðtungu 6. des. Hann endurvígði einnig Oddakirkju eftir mikla viðgerð 29. nóv. Allmargar kirkjur eru nú í smíðum og sumar þeirra full- gerðar. Hofskirkja í Öræfum hefir fengið gagngera endurbót undir yfirumsjón þjóðminjavarðar. Gilsbakkakirkja er fullsmíð- Uð. Byggingu Ásólfsskálakirkju er langt komið, svo og kapellu í Hnífsdal og kirkju á Selfossi og Svalbarðseyri. Miklu víðar er kirkjubygging þegar hafin og miðar áfram lengra eða skemmra, m. a. Neskirkju og kapellu að Ytri-Skógum í Mýr- áal. Má finna mikinn áhuga safnaðarfólks á þessum málum °g drengilegan stuðning, en fjárskortur tefur framkvæmdir. Ninn Almenni kirkjusjóður veitir að vísu lán til kirkjubygg- inga, en geta hans er mjög takmörkuð. Á árinu 1953 námu lánveitingar hans kr. 184000,00. Aðalstyrkur sjóðsins er gjaf- irnar til Strandarkirkju, sem fara vaxandi ár frá ári. Voru tekjur hennar auk vaxta 1953 kr. 209935,44. Þannig veitir Strandarkirkja öðrum kirkjum dýrmæta hjálp. Hún auðgast stöðugt og ver fé sínu á hinn fegursta hátt.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.