Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 59

Kirkjuritið - 01.07.1954, Síða 59
PRESTASTEFNAN 345 inum Sigurður Birkis söngmálastjóri, og efa engir, sem til þekkja, að þar sé réttur maður á réttum stað. Hinn almenni bænadagur var haldinn, eins og undanfarin ár, 5. sunnudag eftir páska, eða 23. maí að þessu sinni. Eftir þeim fregnum að dæma, sem mér hafa borizt, virðist þjóðinni þykja vænt um þennan dag og hún vilja sækja guðsþjónustur þá í sem flestum kirkjum landsins. Dr. Sigurgeir biskup vísiteraði Eyjafjarðarprófastsdæmi dag- ana 28. júní til 13. júlí, m. a. heimsótti hann Grímsey. í haust vísiteraði hann nokkrar kirkjur í Kjalarnessprófastsdæmi og astlaði að vísitera þær allar, en entist ekki aldur til þess. Vísitazíur þessar voru sem hinar fyrri ágætlega sóttar og mikilvægur þáttur í starfi biskups. Biskup fór einnig utan ásamt frú sinni, og voru þau heiðurs- gestir Norðmanna við hátíðarhöld 16. júlí—2. ágústs í Þránd- heimi til minningar um það, að 8 aldir voru liðnar frá stofnun erkibiskupsstóls í Niðarósi. I þessari för flutti biskup prédikun í Niðaróssdómkirkju og erindi um kirkju íslands í Þingvallar- kirkju. Biskup sat fund framkvæmdaráðs Heimssambands lúterskra kirkna 27. júlí. Ýmsir kirkjulegir fundir hafa verið haldnir á synódusárinu, svo sem aðalfundur Prestafélags íslands og deilda þess. Var Prestafélagsfundurinn 14. og 15. október og aðalmál hans hús- vitjanir. Stjórnamefndarmenn voru endurkjörnir, og hefi ég einnig verið formaður þess þetta árið. Skálholtshátíð var haldin eins og undanfarin ár sunnudaginn næstan Þorláksmessu á sumri. Hófst hún með guðsþjónustu í kirkjunni, dr. Bjami Jónsson vígslubiskup þjónaði fyrir altari, en dr. Friðrik Friðriksson prédikaði. Aðalræðu á útisamkomu öutti dr. Björn Sigfússon. Hátíðin var haldin á vegum Skál- holtsfélagsins. Formaður þess er Sigurbjöm Einarsson pró- fessor. K.F.U.M. í Reykjavík gekkst sem áður fyrir sumarmóti ungs fólks í Vatnaskógi. Stofnfundur að „Samtökum presta og lækna“ var haldinn í Reykjavík 22. júní. Frumkvæði þeirrar félagsstofnunar af hálfu presta átti einkum séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík, °g komu að tilhlutun hans á stofnfund þenna þeir Willy Baun-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.