Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 60

Kirkjuritið - 01.07.1954, Side 60
346 KIRKJURITIÐ bæk prestur og dr. Jörgen Madsen læknir frá Hróarskeldu. Fluttu þeir báðir erindi á fundinum og hvöttu mjög til þess, að prestar og læknar á íslandi hæfu samstarf til hjálpar sjúkum. Margir fleiri tóku til máls, og lauk fundinum svo, að „Samtök presta og lækna á íslandi" voru stofnuð. í stjórn voru þeir kosnir: dr. Alfreð Gíslason læknir, og er hann formaður, séra Magnús Guðmundsson í Ólafsvík, séra Þorsteinn L. Jónsson frá Söðuls- holti, Kristján Þorvarðsson læknir, Ezra Pétursson læknir og séra Jakob Jónsson. Samtök þessi halda aðalfund sinn í dag. Almennur kirkjufundur var haldinn í Reykjavík 16.—19. október. Formaður undirbúningsnefndar þessara funda er nú aftur orðinn Gísli Sveinsson f. sendiherra. Aðalfundur Hins íslenzka Biblíufélags var síðast haldinn 5. marz 1953, eða fyrir prestastefnu f. á. Hinn næsti á að verða lögum samkvæmt í nóvember. Af erlendum kirkjufundum á synódusárinu skal aðeins nefna tvo, sem hér segir: Mót prestafélaga Norðurlanda, sem haldið var í Gautaborg dagana 29. júní—2. júlí. Fyrir hönd Presta- félags íslands sóttum við séra Hálfdan Helgason prófastur mótið og fluttum þar báðir erindi. Á mótinu var rætt m. a. um samstarf Norðurlandakirknanna. Mót þessi eru haldin 3. hvert ár, og er hið næsta ákveðið hér á íslandi sumarið 1956. Hið brezka og erlenda Biblíufélag hélt veglega hátíð í London í upphafi maímánaðar til minningar um starf sitt í 150 ár. Stjórn Hins íslenzka Biblíufélags bað Ingibjörgu Ólafsson að vera fulltrúa sinn við hátíðahöldin, og vann hún það verk með sæmd og prýði. Hið íslenzka Biblíufélag lét skrautprenta ávarp á þessa leið: Hið íslenzka Biblíufélag sendir Hinu brezka og erlenda Biblíufélagi kveðju Guðs og sína og samfagnar því á hálfrar aldar afmæli þess. Vér minnumst þess með þökk og aðdáun, er þér hafið öll þessi ár unnið til eflingar Guðs ríki hér á jörð með útbreiðslu Heilagrar Ritningar á mörg hundruð tungumálum. Þér hafið um fram alla aðra sýnt í verki skilning á því, hvílík blessun muni hljótast af leyndardómi hinnar opnu Biblíu.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.