Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 61

Kirkjuritið - 01.07.1954, Blaðsíða 61
PRESTASTEFNAN 347 Vér þökkum yður frumkvæði yðar að því, að Hið íslenzka Biblíufélag var stofnað árið 1815 eins og grein á yðar mikla rneiði, sem nú breiðir sitt lim yfir lönd, yfir höf, á lifenda bústað á dáinna gröf. Og vér þökkum vandaðar og ágætar útgáfur yðar af Nýja testamentinu og Biblíunni allri allt frá öndverðri síðustu öld °g til þessa dags. Hið íslenzka Biblíufélag, sem hefir vaxið mjög hin síðustu árin, biður móður sinni blessunar Guðs um ókomin ár og aldir. „Hingað til hefir Drottinn hjálpað". Hann mun vissulega einnig verða styrkur yðar eftirleiðis. Ljós hans lýsi yður til leiðsagnar þjóðunum í lífsstríði alda. Reykjavík, á pálmasunnudag 1954. Ásmundur Guðmundsson. í fyrradag fékk ég aftur mjög alúðlegt þakkarbréf frá Biblíu- félaginu brezka. 1 stjórn Kirknasambands Norðurlanda hefi ég gengið í stað fyrirrennara míns í biskupsembætti. Var ég þar áður vara- Waður. Nú hefir séra Jón Auðuns dómprófastur verið kjörinn varamaður í minn stað. Kirknasambandið gefur út tímarit, er nefnist Kristen gemenskab, og hefir prófessor Sigurbjöm Ein- arsson verið kosinn til þess að vera ritstjóri þess af íslands hálfu. Kirkja íslands stendur í stöðugu bréfasambandi við miðstöð Lúterska heimssambandsins í Genf. Starf þess fyrir heimilis- 'ausa flóttamenn er mikið og fagurt. Verður þáttur vor á því sviði að verða meiri, því að enn er hann enginn að kalla. Sam- bandið hefir nú sent sinn ágæta framkvæmdastjóra, Carl Lund- Quist, til þess að vera fulltrúa sinn við biskupsvígsluna hér °g votta þannig kirkju vorri vinsemd og samhug. Með líkum hætti er farið sambandi voru við Alkirkjuráðið. bing þess verður haldið síðari hluta ágústmánaðar í Evanston 1 Illinois og mun séra Bragi Friðriksson verða fulltrúi kirkju vorrar þar. Ef til vill mun séra Pétur Magnússon í Vallanesi einnig sitja það, enda hefir honum verið boðið til Bandaríkj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.